Námskeið í Ólafsdal

DalabyggðFréttir

Tvö námskeið er á næstunni á vegum Ólafsdalsfélagsins. Laugardaginn 24. ágúst verður námskeið um söl, sushi og Slowfood og laugardaginn 31. ágúst verður námskeið um varðveislu grænmetis og Slowfood. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á heimasíðu Ólafsdalsfélagsins og í síma 896 1930. Skráning er á netfangið olafsdalur@gmail.com Sölvafjara, sushi og Slowfood Laugardaginn 24. ágúst verður námskeið um söl, …

Sveitarstjórnarfundur 103. fundur

DalabyggðFréttir

103. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 20. ágúst 2013 og hefst kl. 18:00. Dagskrá Almenn mál – umsagnir og vísanir 1. Samtök um söguferðaþjónustu -Starfs- og fjárhagsáætlun. 2. Samtök sveitarfélaga á Vestulandi – Aðalfundur 2013. 3. Bréf Umhverfisráðuneytis – Bótaákvæði skipulagslaga. Fundargerðir til staðfestingar 4. Byggðarráð Dalabyggðar – 126. fundur. 4.1. Dreifnám í Búðardal. 5. …

Starfsmaður óskast

DalabyggðFréttir

Vegna forfalla vantar starfsmann til starfa í mötuneyti Auðarskóla í 50% starfshlutfall frá 21. ágúst 2013 og næstu fjórar vikurnar þaðan í frá. Umsóknir skulu sendar á netfangið eyjolfur@audarskoli.is eða hafa samband við Eyjólf skólastjóra í síma 899 7037.

Starfsfólk í þangvertíð

DalabyggðFréttir

Þörungaverksmiðjan leitar að duglegum og jákvæðum starfsmönnum í ýmis störf sem tengjast þangvertíð haustið 2013. Þangvertíðin hófst i apríl og stendur til u.þ.b. 31. október. Æskileg reynsla og hæfni er öryggisvitund, frumkvæði, samviskusemi, vandvirkni, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum. Frekari upplýsingar, m.a. um launakjör veitir Garðar Jónsson framleiðslustjóri í síma 434 7740 eða á netfanginu gardar@thorverk.is Umsóknum skal skila …

Aðalfundur Ungmennaráðs Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Ungmennaráðs Dalabyggðar fer fram í Auðarskóla, mánudaginn 19. ágúst kl. 18. Allir áhugasamir um störf ungmennaráðs eru kvattir til að mæta á fundinn, einkum þeir sem eru á aldrinum 14-20 ára og hafa áhuga á að taka þátt. Dagskrá Kynning ungmennaráðs Erindisbréf Kjör fulltrúa Tveir fulltrúar í aðalstjórn og tveir í varastjón Fulltrúar Auðarskóla verða kjörnir þegar skólastarf hefst …

Íslandsmeistaramót í hrútadómum 2013

DalabyggðFréttir

Íslandsmeistaramót í hrútadómum árið 2013 verður haldið á Sauðfjársetrinu í Sævangi laugardaginn 17. ágúst kl. 14. Ekkert þátttökugjald er í keppninni og keppt í flokkum vanra og óvanra þuklara. Vegleg verðlaun að vanda. Ókeypis er inn á sýningar Sauðfjársetursins þennan dag. Á boðstólum er veglegt kaffihlaðborð að vanda. Kaffihlaðborðið kostar 1.800 kr fyrir 12 ára og eldri, 1.000 kr fyrir …

Íbúafundur um ferðamannastaði í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Íbúafundur um ferðamannastaði í Dalabyggð verður haldinn í Dalabúð, miðvikudaginn 14. ágúst, kl. 16-20. Dagskrá – Núverandi staða ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. – Kynning á verkefni um skráningu ferðamannastaða í Dalabyggð. – Vinnuborð: umræður um sérstöðu og tækifæri í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. – Vinnuborð: kortlagning áhugaverðra staða í Búðardal og nágrenni. – Samantekt Súpa og brauð verður í boði sveitarfélagsins. Endilega …

SamVest mót í Borgarnesi

DalabyggðFréttir

Héraðssamböndin UDN, HSH, UMSB, HSS og HHF ásamt Ungmennafélaginu Skipaskaga og Ungmennafélagi Kjalnesinga blása til SamVestmóts fyrir börn og unglinga. Mótið verður haldið á Skallagrímsvelli í Borgarnesi þriðjudaginn 13. ágúst og hefst kl. 17 á keppni yngri hópa. Hér er slegið saman í eitt mót, ágústmóti 10 ára og yngri og mótinu fyrir 11 ára og eldri sem vera átti …

Bikarmót Vesturlands

DalabyggðFréttir

Bikarmót Vesturlands fer fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 17. ágúst og hefst kl. 10. Keppt verður í fjórgangi, fimmgangi, tölti, gæðingaskeiði, barna-, unglinga- og ungmennaflokkum. Síðasti dagur skráninga er 14. ágúst og skráningar eru á síðunni sportfengur.com. Nánari upplýsingar um skráningar eru á heimasíðu Glaðs. Ráslistar verða birtir hér á heimasíðu Glaðs fimmtudagskvöldið 15. ágúst. Allir áhugasamir eru velkomnir …

Helgin 9. – 11. ágúst

DalabyggðFréttir

Ýmislegt er um að vera hér í Dölum um helgina. Á laugardag verður helgistund í Dagverðarneskirkju, ganga og tóvinnunámskeið í Ólafsdal og kvennareið um Saurbæ. Á sunnudaginn er síðan Ólafsdalshátíð. Ólafsdalsganga Gengið upp úr skálinni ofan við skólahúsið, farinn hringur um dalinn á fjallsbrúnum og niður Taglið gegnt bænum (erfiðleikastig – tveir skór). Engin skráning er í gönguna, bara að …