SamVest mót í Borgarnesi

DalabyggðFréttir

Héraðssamböndin UDN, HSH, UMSB, HSS og HHF ásamt Ungmennafélaginu Skipaskaga og Ungmennafélagi Kjalnesinga blása til SamVestmóts fyrir börn og unglinga. Mótið verður haldið á Skallagrímsvelli í Borgarnesi þriðjudaginn 13. ágúst og hefst kl. 17 á keppni yngri hópa.
Hér er slegið saman í eitt mót, ágústmóti 10 ára og yngri og mótinu fyrir 11 ára og eldri sem vera átti í júní en var frestað vegna veðurs.
Skráningar berist á netfangið umsb@umsb.is eða til þjálfara í viðkomandi félagi í síðasta lagi fyrir hádegi mánudaginn 12. ágúst.

 

Hægt verður að sjá skiptingu greina og dagskrá mótsins í mótaforriti FRÍ innan tíðar.

 

Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum, það gefur mikinn stuðning.
Talsvert af starfsfólki þarf á svona mót og biðjum við þá sem vilja og geta aðstoðað að senda skilaboð um það á umsb@umsb.is með upplýsingum um nafn og félag.
Stefnt er að því að grilla fyrir mannskapinn í lok keppni.

Aldurshópar og keppnisgreinar

8 ára og yngri
60 m hlaup, boltakast, langstökk og 400 m hlaup.
9-10 ára
Boltakast, 60 m hlaup, langstökk og 600 m hlaup.
11-12 ára
60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk og 600 m hlaup
13-14 ár
hástökk, langstökk, 100 m hlaup, 800 m hlaup,
60 m grindahlaup, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
15 ára
kúluvarp, spjótkast, 100 m hlaup, langstökk, 800 m hlaup,
kringlukast, hástökk og 100 m grindahlaup.
16 ára og eldri
kúluvarp, spjótkast, 100 m hlaup, langstökk, 800 m hlaup,
kringlukast, hástökk, 100 m grindahlaup

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei