Búgíveisla með Skúla mennska

DalabyggðFréttir

Ísfirski tónlistarmaðurinn Skúli “mennski” Þórðarson heimsækir Laugar í Sælingsdal miðvikudaginn 7. ágúst. Hann mun leika frumsamið efni í Gyllta salnum á hótelinu.
Boðið verður upp á eftirlætisrétt Skúla, Svikinn héra, í kvöldmat sem og Dalaosta.
Opnað verður í salinn kl. 19, matur borinn fram 19:30 og tónleikarnir hefjast 20:30. Borðapantanir eru í síma 444 4930

Viðburðir á Hótel Eddu á Laugum í Sælingsdal

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei