Íslandsmeistaramót í hrútadómum 2013

DalabyggðFréttir

Íslandsmeistaramót í hrútadómum árið 2013 verður haldið á Sauðfjársetrinu í Sævangi laugardaginn 17. ágúst kl. 14.

Ekkert þátttökugjald er í keppninni og keppt í flokkum vanra og óvanra þuklara. Vegleg verðlaun að vanda.

Ókeypis er inn á sýningar Sauðfjársetursins þennan dag. Á boðstólum er veglegt kaffihlaðborð að vanda. Kaffihlaðborðið kostar 1.800 kr fyrir 12 ára og eldri, 1.000 kr fyrir 6-12 ára og frítt fyrir yngri. Einnig er boðið uppá kjötsúpu og kostar hún 1.500 kr.

Allir eru velkomnir hvort sem um er að ræða þaulreynda hrútaþuklara, reynslulitlir og líka þeir sem aldrei hafa reynt fyrir sér í faginu og jafnvel aldrei komið við sauðkind áður.

Sauðfjársetur á Ströndum

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei