Sögurölt um Gautsdal

DalabyggðFréttir

Byggðasafn Dalamanna og Sauðfjársetur á Ströndum munu halda áfram samstarfi sínu frá fyrra ári um sögurölt í sumar.  Á fjórða hundraðið mættu í rölt í fyrra, oft í roki og rigningu.   Fyrsta sögurölt sumarsins verður þó hvorki í Dölum né Ströndum, heldur í Gautsdal í Geiradal miðvikudaginn 19. júní 2019 í samstarfi við Kalla og Lóu bændur á Kambi. …

Kvennahlaupið 2019

DalabyggðFréttir

Kvennahlaupið í Búðardal verður haldið laugardaginn 15. júní kl. 10 og hlaupið hefst við Björgunarsveitahúsið á Vesturbraut. Í tilefni af 30 ára afmælis kvennahlaupsins ætlar ÍSÍ að bjóða konum sem verða 30 á árinu í hlaupið. Þær ættu að hafa fengið boðskort í pósti fyrr í mánuðinum. Endilega muna að mæta með boðskortið á hlaupadag. Þátttökugjald er 1.000 kr fyrir börn …

Afgreiðsla sýslumanns

DalabyggðFréttir

Afgreiðsla sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal hefur verið flutt inn á skrifstofur Dalabyggðar. Um leið breytast opnunartímar í samræmi við opnunartíma skrifstofu Dalabyggðar.

Hreinsun rotþróa 2019

DalabyggðFréttir

Árleg hreinsun rotþróa fer fram síðari hluta júnímánuðar.   Sumarið 2019 verður hreinsað á Skógarströnd, í Hvammssveit og á Fellsströnd. Sumarið 2020 verður hreinsað í Hörðudal, Miðdölum og Haukadal og sumarið 2021 í Laxárdal, á Skarðsströnd og í Saurbæ.

Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 10. apríl að auglýsa skipulags- og matslýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004 – 2016, samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.   Breytingin er eftirfarandi:   Vindorkugarður í Sólheimum Með skipulags- og matslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að …

17.júní 2019

DalabyggðFréttir

Slysavarnadeild Dalasýslu heldur utan um 17. júní í ár.     Kl. 13 fer skrúðganga af stað frá Dalabúð, börn fá íslenskan fána. Kl. 13:45 hefst hátíðardagskrá við Silfurtún. Nikkólína stígur á stokk ásamt fleiri tónlistaratriðum. Skátar verða með leiki og sprell fyrir börnin.

Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 14. mars að auglýsa skipulags- og matslýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004 – 2016, samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er eftirfarandi:   Vindorkugarður við Hróðnýjarstaði Með skipulags- og matslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum …

Opnunartími bókasafns

DalabyggðFréttir

Vegna sumarleyfa verður opnunartíma bókasafnsins seinkað um klukkustund frá miðjum apríl fram í miðjan júní.   Opnunartímar verða því frá 16. apríl til 13. júní  kl. 13:30 – 17:30

Skólastefna – umsagnir

DalabyggðFréttir

Fræðslunefnd afgreiddi á fundi sínum þann 29. apríl tillögu að skólastefnu fyrir Dalabyggð. Nefndin óskar eftir að fá umsagnir og athugasemdir við stefnuna fyrir lok júní.   Eru íbúar hvattir til að kynna sér hana og senda ábendingar vegna hennar á netfangið dalir@dalir.is.

Lóðasláttur ellilífeyrisþega

DalabyggðFréttir

Lífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Dalabyggð geta sótt um að fá lóðir sínar slegnar allt að þrisvar sinnum í sumar.   Umsóknareyðublað liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar og er einnig að finna á heimasíðu sveitarfélagsins.   Ekki er slegið við húsnæði þar sem rekin er atvinnustarfsemi.