Samband við ættingja með aðstoð spjaldtölvu

DalabyggðFréttir

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún er nú komið með spjaldtölvu sem gerir íbúum kleift að hafa samband við ættingja í gegnum snjallforrit.

Heimsóknarbann hefur verið á Silfurtúni vegna COVID-19 veirunnar frá 9.mars s.l. eða í nærri mánuð. Það getur vissulega reynt á bæði íbúa og ættingja þegar svo er komið og því verður nú hægt að hafa samband við Silfurtún til að tala við og sjá framan í ættingja þar.

Það var kvenfélagið Þorgerður Egilsdóttir sem gaf Silfurtúni spjaldtölvuna sem kemur að góðum notum á þessum tímum. Eru kvenfélaginu færðar kærar þakkir fyrir hugulsemina og þessa sniðugu lausn.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei