Meðhöndlun sorps og endurvinnsla vegna COVID-19

DalabyggðFréttir

Vegna Covid-19 faraldursins vill Dalabyggð koma eftirfarandi tilmælum á framfæri er varðar sorp og endurvinnslu:

  • Flokkun fyrir endurvinnslu hefur verið hætt og mun nú allt sorp fara til urðunar.
  • Sorp þarf að vera í vel lokuðum pokum og ekki má yfirfylla tunnur
  • Umfram sorpi sem ekki kemst í tunnur, þurfa íbúar að koma í gáma við eða á gámasvæðinu.
  • Flokkunarkró á gámasvæði hefur verið lokað ásamt nytja- og fatagámi.
  • Áfram verður hægt að koma með grófan flokkaðan úrgang (timbur, málma og óvirkan úrgang) á gámasvæði á opnunartíma.
  • Smitaðir einstaklingar þurfa sérstaklega að gæta þess að snýtibréf, hanskar og maskar fari í vel lokuðum pokum í tunnu fyrir almennt sorp.
  • Einstaklingum í sóttkví er bent á að fylgja tilmælum embættis landlæknis um að fara ekki út af heimili nema brýna nauðsyn beri til og mæta því ekki á gámasvæði.

Þessi tilmæli eru til þess að koma í veg fyrir að starfsfólk þurfi að snerta sorpið og til að draga úr smithættu.

Áætlun og verklagsreglur um meðhöndlun úrgangs í heimsfaraldri má finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar eða með því að smella HÉR.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei