Skátafélagið Stígandi verður með dagskrá á sumardaginn fyrsta. Dagskráin hefst með skátamessu í Hjarðarholtskirkju kl. 11. Opið hús verður í Dalabúð kl. 13. Skátaleikir og fjör bæði inni og úti. Vöffluhlaðborð í Dalabúð kl. 13:30-15:30 til fjáröflunar vegna skátaferðar til Tydal í Þýskalandi. Vöfflukaffið kostar 1.000 kr á mann, en þó aldrei meira en 4.000 kr. fyrir fjölskylduna.
Jörvagleði 2019
Jörvagleði 2019 verður haldin dagana 24. – 28. apríl. Síðasti vetrardagur, 24. apríl 20:00 Nanna systir – Leikfélag Hólmavíkur sýnir leikrit Einars Kárasonar og Kjartans Ragnarssonar í Dalabúð – miðaverð 3500 krónur Sumardagurinn fyrsti, 25. apríl 11:00 Skátamessa í Hjarðarholti 13:00 Skátafélagið Stígandi safnar í ferðasjóð með kaffisölu í Dalabúð 15:00 Opnun á örsýningu Brennuvarga í Auðarskóla – hópur leirlistakvenna …
Nanna systir í Búðardal
Leikfélag Hólmavíkur sýnir gamanleikritið Nanna systir í Dalabúð síðasta vetrardag til að hita upp fyrir Jörvagleði í Búðardal. Sögusvið Nönnu systur er samkomuhús úti á landi árið 1996. Þar stendur til að setja upp söngleik um Fjalla-Eyvind. Óvæntar heimsóknir og uppákomur setja þó strik í reikninginn, það gengur á ýmsu og útkoman er vægast sagt skrautleg. Athugið að sýningin …
Trjágróður við lóðarmörk
Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir vegfarendur. Húseigendur skulu gæta þess að gróður haldist innan lóðarmarka og valdi ekki truflun á umferð gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda. Sérstaklega þurfa þeir sem búa á hornlóðum að gæta að því að gróður byrgi ekki sýn þeirra sem um gatnamótin fara. Sveitarfélagið skorar á garðeigendur …
Vinnuskóli 2019
Vinnuskóli Dalabyggðar verður starfræktur frá 11. júní til 31. júlí og er fyrir unglinga fædda árin 2003 – 2006. Daglegur vinnutími verður kl. 8-12 og 13-15 mánudaga til fimmtudaga og 8-12 föstudaga fyrir 15 ára og eldri en fjóra daga fyrir hin yngri. Verkstjóri verður eins og undanfarin ár Sigríður Jónsdóttir. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Dalabyggðar. Sérstakar vinnureglur og viðmið …
Sjálfboðavinnuverkefni 2019
Umsóknarfrestur um sjálfboðavinnuverkefni Dalabyggðar er til 14. maí. Byggðarráð afgreiðir umsóknir. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta til að hrinda í framkvæmd brýnum umhverfisverkefnum í sínu næsta nágrenni. Almenn skilyrði fyrir úthlutun framlaga eru að umsækjandi eigi lögheimili í Dalabyggð, sé ekki í vanskilum við sveitarfélagið og að umsókninni fylgi lýsing á verkefni og kostnaðaráætlun. Forsvarsmaður verkefnis …
Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 14. mars að auglýsa skipulags- og matslýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004 – 2016, samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er eftirfarandi: Vindorkugarður við Hróðnýjarstaði Með skipulags- og matslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefin kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að …
Aðalsafnaðarfundur Kvennabrekkusóknar 2019
Aðalsafnaðarfundur Kvennabrekkusóknar verður haldinn að Fellsenda 1 kl 21:00 mánudaginn 15. apríl 2019. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir.
Ungmennafélagsandinn 2019
Laugardaginn 13. apríl kl. 13-16 verða skjalasöfn Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga og aðildarfélaga þess sem eru í vörslu Héraðsskjalasafns Dalasýslu til sýnis og umræðu í fundarsal á annarri hæð stjórnsýsluhússins í Búðardal. Afmælisárinu fer nú senn að ljúka og því ágætt að huga að því hvernig við ætlum að varðveita sögu þessara félaga og þýðingu þeirra fyrir þau samfélög …
Aðalfundur Krabbameinsfélags Breiðfirðinga 2019
Aðalfundur Krabbameinsfélags Breiðfirðinga verður haldinn miðvikudaginn 10. apríl 2019 kl. 17 í Rauða-Krosshúsinu Búðardal. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosinn fulltrúi á aðalfund Krabbameinsfélags Íslands Fræðsluerindi um krabbamein. Önnur mál. Á fundinn kemur Guðmundur Pálsson, vefstjóri K.Í. sem er hugmyndasmiðurinn að KARLAKLEFANUM sem auglýstur var í Mottu mars í sjónvarpinu og vakti mikla athygli. Hann ætlar að segja frá karlaklefanum …