Hér má sjá hluta af styrkþegum og fulltrúum styrkþega á Úthlutunarhátíðinni

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands

DalabyggðFréttir

Uppbyggingarsjóður Vesturlands auglýsti eftir umsóknum í sjóðinn í október s.l. Alls bárust 142 umsóknir. Úthlutunarnefnd sjóðsins ákvað að úthluta samtals kr. 43.585.000 til 98 verkefna að þessu sinni. Úthlutunarhátíð sjóðsins var svo haldin í Félagsheimilinu Fannahlíð í Hvalfjarðarsveit föstudaginn 7. febrúar s.l. og má segja að Dalamenn hafi ekki látið sitt eftir liggja í frumlegum verkefnum. Það voru 14 verkefni innan Dalabyggðar sem hlutu styrki, sex í flokknum atvinnu- og nýsköpunarstyrkir, sjö í flokki menningarstyrkja og eitt verkefni hlaut styrk úr flokki stofn- og rekstrarstyrkja. Það er því margt á döfinni í Dalabyggð og getum við verið stolt af okkar metnaðarfulla fólki.

 

Hér fyrir neðan má sjá hvaða verkefni hlutu styrki;

 

Atvinnu- og nýsköpunarstyrkir

Endurheimt æðarvarps á landi með ungaeldi – Magnús Örn Tómasson

Vínlandssetur markaðssetning – Dalabyggð

Víkingagisting á Giljalandi í Haukadal – Dalamenn ehf.

Lífræn lindarböð – Thoregs slf.

Ræktun með eigin rafveitu að Giljalandi í Haukadal – Dalamenn ehf.

Líkamsrækt í Dölum – Ungmennafélagið Ólafur pái

 

Menningarstyrkir 

Ólafsdalshátíð 2020 – 140 ára afmæli Ólafsdalsskólans – Ólafsdalsfélagið

Sturlureitur að Staðarhóli – Sturlufélagið

Járngerðarhátíð á Eiríksstöðum – Iceland Up Close ehf.

Kvöldstund með skáldum – Dalabyggð

Sagnaarfur Dalamanna – Sögufélag Dalamanna

Sögustundir og sögurölt 2020 – Byggðasafn Dalamanna

Leiklistarnámskeið fyrir 10-16 ára – Leikklúbbur Laxdæla

 

Stofn- og rekstrarstyrkir

Eiríksstaðir rekstur – Iceland Up Close ehf.

 

Á myndinni má sjá hluta af styrkþegum og fulltrúum styrkþega á Úthlutunarhátíðinni

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei