Kallað eftir áhugasömum – starfshópur um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis

DalabyggðFréttir

Í gærkvöldi, mánudaginn 13. febrúar, var haldinn opinn fundur í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar varðandi uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Það var atvinnumálanefnd Dalabyggðar sem stóð fyrir fundinum. Garðar Freyr Vilhjálmsson, formaður nefndarinnar byrjaði á því að fara yfir tilgang fundarins, sem væri að kanna áhuga á og útfærslur af uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Að því loknu fór Ólafur Sveinson ráðgjafi nánar yfir …

Dalabyggð í sókn – styrkir til sóknaráætlanasvæða

DalabyggðFréttir

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur úthlutað styrkjum að upphæð 130 milljónum króna til 12 verkefna á vegum sjö landshlutasamtaka sveitarfélaga. Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlanasvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 (aðgerð C.1). Alls bárust 32 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 857 m.kr. fyrir árið 2023. Af …

Breytingar á afgreiðslu Sýslumanns

DalabyggðFréttir

Sigrún Birna Halldórsdóttir, skrifstofufulltrúi Sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal er nú komin með starfsaðstöðu á nýjum stað í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar. Afgreiðslan er á 2. hæð, til vinstri um leið og komið er upp stigann og þar fyrstu dyr til hægri (sömu megin í húsinu og safnvörður). Við þessar breytingar lengist opnunartími afgreiðslunnar og verður nú opið á þriðjudögum frá kl. …

Fróðlegt og vel heppnað námskeið í skógrækt í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Rúmlega 20 manns sóttu námskeið í meðferð og ræktun á græðlingum í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar 6. febrúar síðastliðinn. Aðalsteinn Sigurgeirsson frá Skógræktinni kom og fræddi áhugasama um meðferð á aspar- og víðigræðlingum og kenndi þeim áhrifaríkar aðferðir við gróðursetningu þeirra.  Námskeiðið er hluti af stærra verkefni sem er leitt af Jakobi K. Kristjánssyni og Sigurbirni Einarssyni og snýr að því að …

Kynningarfundur: Uppbygging atvinnuhúsnæðis

DalabyggðFréttir

Mánudaginn 13. febrúar kl. 20:00 í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar að Miðbraut 11, Búðardal (1. hæð Stjórnsýsluhúsi) Atvinnumálanefnd Dalabyggðar boðar til fundar um möguleika og aðferðir við uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Ólafur Sveinsson ráðgjafi leiðir fundinn. Nóg pláss fyrir áhugasama og heitt á könnunni.

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 231. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 231. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 9. febrúar 2023 og hefst kl. 16:00   Dagskrá:  Almenn mál 1.   2210006 – Stafræn húsnæðisáætlun 2.   2212005 – Stofnun Safnaklasa Vesturlands 3.   2301029 – Menningarmálaverkefnasjóður 2023 4.   2205016 – Kosning í stjórnir og samstarfsnefndir skv. B-hluta 48. gr. samþykkta Dalabyggðar 5.   2211009 – Ungmennaráð 2022-2023 6.   2211020 …

Styrkumsóknir vegna svæðisbundinnar flutningsjöfnunar

DalabyggðFréttir

Nú hefur verið opnað fyrir styrkumsóknir vegna svæðisbundinnar flutningsjöfnunar. Lögbundinn lokafrestur umsókna vegna flutningskostnaðar árið 2022 er 31. mars 2023. Athugið að ekki er tekið við umsóknum sem berast eftir þann tíma. Skila þarf umsókn í gegnum eyðublað sem má finna hér. Athygli er vakin á því að umsóknareyðublaðið hefur verið einfaldað frá fyrra ári með það að markmiði að minnka …