Álagning fasteignagjalda 2024

DalabyggðFréttir

Álagningu fasteignagjalda (fasteignaskattur, lóðarleiga, vatnsgjald, sorpgjald, fráveita og rotþróargjald) er lokið og hafa álagningarseðlar verið birtir á Island.is.

Fyrir þá sem greiða upp fasteignagjöldin fyrir 15. febrúar er veittur 5% staðgreiðsluafsláttur.

Einhverjir vilja leggja beint inn fyrir fasteignagjöldunum, þá þarf að muna að senda tilkynningu á ingibjorgjo@dalir.is
Reikningsupplýsingar fyrir greiðslu fasteignagjalda eru: kt. 510694-2019 rkn.nr. 0312-26-1818

Álagningarseðlar verða ekki sendir á pappír heldur aðeins birtir á Island.is. Þeir sem óska eftir að fá álagningarseðilinn sendan í tölvupósti eða útprentaðan geta sent beiðni um slíkt á dalir@dalir.is eða hringt í skrifstofu Dalabyggðar á símatíma kl. 9-13, síminn er 430 4700.

Álagningarhlutfall fasteignaskatts 2024 verður sem hér segir:
a) 0,50% af álagningarstofni íbúðarhúsa, útihúsa og sumarbústaða ásamt lóðarleiguréttindum og jarðeigna skv. a-lið 3. gr. laga nr. 4/1995 umtekjustofna sveitarfélaga.
b) 1,32% af álagningarstofni opinbers húsnæðis, skv. b-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.
c) 1,50% af álagningarstofni allra annarra fasteigna og lóða skv. c-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.

Breyting í ár verður á fjölda gjalddaga en þeir verða almennt 8, sá fyrsti 5. febrúar og sá síðasti 5. september. Ef heildargjöld greiðanda eru undir kr. 12.000 þá er einungis einn gjalddagi 5. apríl. Ef heildargjöld greiðanda af fasteignagjöldum (án viðbótarkostnaðar) eru lægri en 250 kr. eru þau ekki innheimt.

Afsláttur af fasteignaskatti ellilífeyrisþega og öryrkja sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 og reglur Dalabyggðar hækkar sem nemur breytingu á launavísitölu milli áranna 2021 og 2022 (desembervísitala) og upphæðir síðan námundaðar niður að næsta þúsundi.
Afsláttarþrep má sjá hér: Útsvar og fasteignaskattur 2024

Aðrar forsendur fyrir álgagningu s.s. er varða vatnsgjald, sorpgjald, fráveitu, rotþróargjald og hirðingu dýraleifa má finna í gjaldskrám: Gjaldskrár

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei