Sýning leikskóladeildar – vatnslitir með tvennskonar tækni

DalabyggðFréttir

Nú hefur verið sett upp sýning á verkum leikskóladeildar Auðarskóla í Stjórnsýsluhúsinu, annars vegar inni á bókasafninu og hins vegar í stigagangi. 

Verkin eru vatnslitaverk sem unnin eru með tvennskonar tækni og eintak af þeim svo stækkað með ljósritun til að sýna verkið í öðru ljósi. 

Við hvetjum ykkur til að líta við og skoða verkin sem setja skemmtilegan svip á húsið, þau hafa öll verið merkt listamönnunum.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei