Staða markavarðar er laus til umsóknar. Verkefni markavarðar eru skilgreind í afréttarlögum nr. 6/1986 og í reglugerð um mörk og markaskrár nr. 200/1998 með síðari breytingum. Markavörður annast skráningu og birtingu búfjármarka og stendur að útgáfu markaskrár í samvinnu við Bændasamtök Íslands. Leitað er að samviskusömum einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt og skipulega. Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið sveitarstjori@dalir.is …
Sveitarstjórnarkosningar 2022
Enginn framboðslisti var lagður fyrir kjörstjórn og verða því óhlutbundnar kosningar (persónukjör) í Dalabyggð og allir kjósendur sveitarfélagins eru í kjöri. Hjá afgreiðslu sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal verður utankjörfundaratkvæðagreiðsla á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 9:30-13. Dagsetningar utankjörfundaratkvæðagreiðslu eru 19. apríl, 26. apríl, 28. apríl, 3. maí, 5. maí, 10. maí og 12. maí. Kjörskrá fyrir Dalabyggð liggur frammi á …
Sjálfboðaliðaverkefni 2022
Umsóknarfrestur um sjálfboðavinnuverkefni Dalabyggðar er til 6. maí. Byggðarráð afgreiðir umsóknir. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta til að hrinda í framkvæmd brýnum umhverfisverkefnum í sínu næsta nágrenni. Almenn skilyrði fyrir úthlutun framlaga eru að umsækjandi eigi lögheimili í Dalabyggð, sé ekki í vanskilum við sveitarfélagið og að umsókninni fylgi lýsing á verkefninu og kostnaðaráætlun. Forsvarsmaður verkefnis skal …
Vinnuskóli Dalabyggðar 2022
Vinnuskóli Dalabyggðar verður starfræktur frá 8. júní og til loka júlí (með einnar viku hléi) og er fyrir unglinga fædda 2005 til 2009. Umsóknarfrestur er til og með 15. maí. Frekari upplýsingar: Reglur um Vinnuskóla Dalabyggðar Vinnuskóli Dalabyggðar – umsóknareyðublað
Skoðanakönnun vegna sameiningar sveitarfélaga
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur ákveðið að kanna hug íbúa til þess hvort hefja skuli sameiningarviðræður. Réttur til þátttöku í skoðanakönnuninni er sá sami og í sveitarstjórnarkosningum. Hægt er að taka þátt með því að mæta á kjörstað sveitarstjórnarkosninga í Dalabúð, kl. 10-20, á kjördegi þann 14. maí. Einnig er hægt að taka þátt utan kjörfundar á skrifstofu Sýslumannsins á Vesturlandi, að …
Aðalfundur sóknar Hjarðarholtskirkju
Aðalfundur sóknar Hjarðarholtskirkju verður haldinn mánudaginn 25. apríl 2022 í safnaðarheimilinu kl.20:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Hvetjum sóknarbörn til að mæta, það verður heitt á könnunni. – Stjórnin
Viðvera menningarfulltrúa 25. apríl
Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV verður með viðveru í Nýsköpunar- og frumkvöðlasetrinu í Búðardal mánudaginn 25. apríl nk. frá kl.13:00-15:00. Um að gera að hitta á Sigurstein og ræða plön fyrir sumarið varðandi viðburði og fleira. Menningarfulltrúi vinnur að ýmsum samstarfsverkefnum og ráðgjöf varðandi menningarmál. Menningarfulltrúi starfar með uppbyggingarsjóðnum og veitir umsækjendum um menningarstyrki upplýsingar og ráðgjöf. Menningarfulltrúi vinnur einnig með …
Stóri Plokkdagurinn 2022
Sunnudaginn 24. apríl næstkomandi er Stóri plokkdagurinn sem haldinn er af hópnum Plokk á Íslandi. Rúmlega sjöþúsund og fjögurhundruð manns tilheyra samfélaginu Plokk á Íslandi á Facebook og þessi hópur er kominn á fullt í að plokka í sínu umhverfi. Að sögn plokkara felst fegurðin í plokkinu einna helst í því hversu einfalt það er og hversu auðvelt er að taka þátt. …
Aðalsafnaðarfundur Kvennabrekkusóknar
Aðalsafnaðarfundur Kvennabrekkusóknar verður haldinn miðvikudaginn 27. apríl 2022 kl. 21:00 að Fellsenda 1. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Sóknarnefnd Kvennabrekkusóknar
Laust starf: Umsjónarmaður á Fellsenda
Hjúkrunarheimilið Fellsendi auglýsir laust til umsóknar starf umsjónarmanns. Um er að ræða fullt starf frá 20. júní og er vinnutími 8:00 til 16:00 virka daga. Verkefni húsvarðar eru meðal annars: Annast minniháttar viðhald og viðgerðir og hefur umsjón og eftirlit með stærrri viðhaldsframkvæmdun. Umsjón með bifreiðum Fellsenda Umsjón lóðar Umsjón með sorphirðu/endurvinnslu Akstur með heimilismenn Hæfnfiskröfur: Hafa þjónustulund og vera …