Nýtt hlaðvarp – Lífið á Laugum

DalabyggðFréttir

Lífið á Laugum er nýtt hlaðvarp upprunnið í Dölunum um lífið á heimavistinni í Laugaskóla Sælingsdal.

Hlaðvarpið er í umsjón Sigrúnar Hönnu Sigurðardóttur og Kristínar Bjarkar Jónsdóttur sem ræða við fyrrum nemendur og starfsfólk skólans um tímann þeirra á Laugum.

Það er ýmislegt sem rifjast upp þegar hugurinn hvarflar aftur á bernskuslóðir og sumt er jafnvel látið flakka núna sem hefði aldrei verið viðurkennt á sínum tíma. Það skapast vissulega sérstök menning þegar fjöldi barna á aldrinum sex til sextán ára býr saman í einni kös fjarri foreldrum sínum.

Fyrsti þátturinn er kominn í loftið, hægt er að finna hann á Spotify og hér: Lífið á Laugum – hlaðvarp

Uppfært:
Annar þáttur kominn í loftið, finnið hann hér: Lífið á Laugum – hlaðvarp

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei