Líf og gróska í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Vikan í setrinu

Þriðjudaginn 18. sktóber sl. var fræðsluerindi í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar varðandi fyrstu skref í byggingaframkvæmdum. Kristján Ingi Arnarsson, umsjónarmaður framkvæmda hjá sveitarfélaginu fór yfir helstu atriði við upphaf framkvæmda; hverju eigi að skila inn, hvernig ferlið sé og önnur nytsamleg atriði.
Sköpuðust skemmtilegar umræður í kringum erindið og þökkum við bæði Kristjáni og þátttakendum kærlega fyrir komuna.

Föstudaginn 21. október hittist svo ráðgjafaráð Nýsköpunarsetursins. Ráðgjafaráð er vettvangur fólks sem er tilbúið að veita stuðning og efla nýsköpun í Dalabyggð. Það er augljóst að tækifærin til nýsköpunar eru gífurlega mörg í Dalabyggð. Voru í því samhengi ræddir möguleikar varðandi frekari vinnu með Dala-leir, moltugerð, rafhleðslustöðvar, grænmetisræktun, skjólbelti, upplifunarferðaþjónustu og ýmislegt fleira.

Þá má nefna sérstaklega að mörg nýsköpunarverkefni eru í pípunum í skógrækt. Hugmyndir eru m.a. uppi um fræhöll í Búðardal og er áhugi um að fara af stað með verkefni sem snýr að því að rækta ösp af græðlingum, í Dalabyggð. Við hvetjum alla áhugasama um að fylgjast með þessum spennandi verkefnum, þeir sem vilja taka þátt geta haft samband við jakob.heima@gmail.com

Ráðgjöf og styrkir

Þeir sem eru með hugmyndir að ýmis konar nýsköpun eru hvattir til að koma í nýsköpunarsetrið og viðra þær við Lindu Guðmundsdóttur verkefnisstjóra DalaAuðs eða Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur verkefnastjóra hjá Dalabyggð. Hægt er að taka samtalið, kanna styrktarmöguleika og fá tilvísun á viðeigandi ráðgjöf.

Nú er mikil styrkja vertíð og má sem dæmi nefna að opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands um þessar mundir: Uppbyggingarsjóður Vesturlands

Háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir styktarsjóðinn Fléttuna en þar er auglýst eftir styrkjum til innleiðingar nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu: Fléttan

Háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir einnig sjóðinn Glókoll, sem styrkir verkefni og viðburði á sviði háskólamála, iðnaðar, nýsköpunar, rannsókna og vísinda, hugverkaréttinda, fjarskipta og netöryggis: Glókollur

Þá má einnig nefna nokkra sjóði sem heyra undir Rannís.

Innviðasjóður veitir styrki til kaupa og uppbyggingar á tækjum, gagnagrunnum og hugbúnaði og öðrum þeim búnaði sem telst vera mikilvægur fyrir framfarir í rannsóknum: Innviðasjóður

Loftslagssjóður styður við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga: Loftslagssjóður

Tónlistarsjóður skiptist í tvær deildir, tónlistardeild og markaðs- og kynningardeild. Tónlistardeild veitir styrki til almennrar tónlistarstarfsemi, en markaðs- og kynningardeild veitir styrki til kynningar og markaðssetningar á tónlist og tónlistarfólki hér á landi og erlendis: Tónlistarsjóður

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei