Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Vesturlandi 2022

DalabyggðFréttir

Þann 20. október sl. var haldin uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Vesturlandi.

Dagurinn hófst á Miðhrauni Lava Resort þar sem gestir fengu morgunverðarhlaðborð og hlustuðu á áhugaverðar kynningar frá Markaðsstofu Vesturlands, Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Hæfnisetrinu og Svæðisgarðinum.
Í hádeginu voru bornar fram súpur, að því loknu var stutt kynning á Miðhrauni áður en haldið var af stað út að Langaholti.

Þar beið rúta sem fór með gesti í skemmtilega kynnisferð um Snæfellsnes.
Byrjað var á stoppi að Hótel Búðum og hjá Búðakirkju, því næst litið inn í vinnustofu Listons og á kaffihúsið Valeria í Grundarfirði. Næst var rennt í Stykkishólm þar sem farið var í ör-sögugöngu með Önnu Melsted áður en gengið var yfir á Narfeyrarstofu í veglegan fordrykk og kynningu á þeirra starfsemi. Loks var svo haldið aftur í Langaholt í glæsilegt kvöldverðarhlaðborð og kynningu á staðnum.

Þessi sólríki og stillti dagur var uppfullur af fróðleik, góðum samtölum, samveru og hugmyndaauðgi.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei