Hrekkjavaka 31. október 2022

DalabyggðFréttir

Í tilefni af hrekkjavöku 31. október ætlum við að starta smá hrekkjavökugleði.

Mánudaginn 31. október milli kl.17:30 og 20:00 geta börn gengið í hús og sníkt nammi.

Ef húsið er skreytt þá mega börnin banka uppá og sníkja nammi. Þeir sem hafa ekki tök á að skreyta en vilja vera með geta sent skilaboð á Þóreyju eða Jóhönnu Lind og verða með í gleðinni.

Við hvetjum alla (mömmur, pabba, afa, ömmur, frænkur, frændur og börn) til að vera með og að vera í búningum.

Fjölskyldur í dreifbýli eru sérstaklega hvattar til að vera með og fá að vera í húsum í Búðardal á meðan gleðin er í gangi.

Gleðilega hrekkjavöku!

Jóhanna: 849-5684
Þórey: 821-1183

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei