Vörðum leiðina saman – Samráðsfundir Innviðaráðuneytis

DalabyggðFréttir

Innviðaráðuneytið , í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, býður íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman.

Á fjarfundunum verður kastljósinu beint að framtíðaráskorunum í málaflokkum ráðuneytisins. Meginviðfangsefni þeirra verða umræður um stefnumótun í samgöngum, sveitarstjórnarmálum og húsnæðis- og skipulagsmálum. Einnig verður nýsamþykkt byggðaáætlun kynnt.

Öllum er velkomið að taka þátt í fjarfundunum, sem flestir eru haldnir milli kl. 15:00-17:00 á auglýstum fundardögum. Fundirnir verða haldnir í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams en skráning fer fram hér að neðan. Skráningu lýkur daginn fyrir hvern fund. Þátttakendur fá boð í tölvupósti til að tengja sig á fundina.

Fundir um land allt

Dagskrá samráðsfunda og skráningarhlekkir.

Dags. Staður  Skráning  Tími
10. okt. Höfuðborgarsvæðið Lokið  15-17
11. okt. Suðurland Lokið  16-18
18. okt. Austurland Lokið  15-17
19. okt. Norðurland eystra Skráning  15-17
20. okt. Norðurland vestra Skráning  15-17
24. okt. Vestfirðir Skráning  15-17
26. okt. Vesturland Skráning 15-17
27. okt. Suðurnes Skráning  15-17

Samráðsfundirnir verða ekki eina tækifæri íbúa til að hafa áhrif á stefnumótun ráðuneytisins. Stöðumat og valkostir (þ.e. grænbók) og drög að stefnu (þ.e. hvítbók) verða til að mynda birtar í samráðsgátt stjórnvalda. Þar gefst öllum tækifæri til að senda inn umsagnir og ábendingar.

Einnig er hægt að senda inn ábendingar í tengslum við þessa fundi á netfang ráðuneytisins: irn@irn.is

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei