Viðvera háls-, nef- og eyrnalæknis
Þórir Bergmundsson, háls-, nef- og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 30. september nk. Tímapantanir eru í síma 432-1450
Sýsluskrifstofa lokuð 28. september
Afgreiðsla sýslumanns í Dalabyggð verður lokuð þriðjudaginn 28. september 2021.
Alþingiskosningar 2021
Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 25. september 2021. Upplýsingar um flest er lýtur að kosningunum er að finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins, www.kosning.is. Kjörskrá Kjósendur eru á kjörskrá þar sem þeir eiga skráð lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá. Kjörskrá fyrir Dalabyggð liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar frá og með 10. september til …
Slökkvibíll til sölu – SELDUR
Bíllinn er seldur! uppfært 11. október 2021. Til sölu hjá Dalabyggð er slökkvibíll af gerðinni Magirus Deutz (IVECO) 232 D 17 FA, 4X4 árgerð 1982 ekinn 57.400 km. Bíllinn er búinn að vera í eigu Slökkviliðs Dalasýslu frá 1997, innfluttur frá Þýskalandi. Í bílnum er 5.000 lítra vatnstankur og 500 lítra froðutankur. Dælugeta er 2.800 L/min. við 8 bör og 250 …
Alþingiskosningar 2021
Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 25. september 2021. Upplýsingar um flest er lýtur að kosningunum er að finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins, www.kosning.is. Kjörskrá Kjósendur eru á kjörskrá þar sem þeir eiga skráð lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá. Kjörskrá fyrir Dalabyggð liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar frá og með 10. september til …
Göngur og réttir í Dalabyggð 2021
Við viljum byrja á að árétta atriði í nýútgefnum leiðbeiningum um göngur og réttir vegna COVID-19: Vegna fjöldatakmarkana er mælst til þess að gestir komi ekki til réttarstarfa. Þau sem taka þátt í göngum og réttum hlaði niður í síma smáforritinu Rakning C-19 og hafi meðferðis andlitsgrímur og handspritt. Fjallaskálar/húsnæði sem notað er við göngur eru eingöngu opin fyrir smala og þá …
NÝVEST – net tækifæra – Kynningarfundir
Undanfarna mánuði hefur staðið yfir undirbúningur að stofnun Nýsköpunarnets Vesturlands (NÝVEST). Markmiðið með stofnun netsins er að tengja saman alla sem vilja vinna að nýsköpun á Vesturlandi, fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Dagana 13, 15 og 16. september verður farið vítt og breytt um Vesturland til að kynna hugmyndina að stofnun NÝVEST. Kynningarfundir verða á eftirtöldum stöðum: Akranes Breið (HB húsið) mánudagur 13. september kl. 12:00 …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 208. fundur
FUNDARBOÐ 208. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 9. september 2021 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2108006 – Fjárhagsáætlun 2021 – Viðauki V 2. 2011009 – Alþingiskosningar 2021 3. 2108005 – Héraðsnefnd Dalasýslu lögð niður 4. 2101044 – Loftslagsstefna Dalabyggðar 5. 2105018 – Beiðni um upplýsingar varðandi vatnsgjald og …
Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára.
Unglingar 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og umsóknareyðublöð má finna hér: – Reglur – Eyðublað Umsóknir berist til skrifstofu Dalabyggðar eða á netfangið dalir@dalir.is. Fylla þarf út umsóknareyðublað, senda með afrit af húsaleigusamningi og staðfestingu á skólavist. Umsókn skal berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir, ekki er …