Ungmennaráð fundar 23. mars nk.

DalabyggðFréttir

Ungmennaráð kemur saman á fundi miðvikudaginn 23. mars nk. kl.15:30 í fundarsal á 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal (Miðbraut 11).
Fundurinn fer fram eins og hefðbundinn sveitarstjórnarfundur, þ.e.a.s. hann er opinn áheyrendum en aðeins fulltrúar í ráðinu tjá sig á fundinum.

DAGSKRÁ: 

  1. Íþróttastarf grunnskóla
  2. Brothættar byggðir (íbúaþing)
  3. Stefna starfsársins
  4. Fréttir frá Ungmennaþingi Vesturlands
  5. Sveitarstjórnarkosningar 2022
  6. Fundað með sveitarstjórn
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei