Hársnyrtir í Búðardal september og október

DalabyggðFréttir

Hafdís Ösp Finnbogadóttir hársnyrtir, verður í Búðardal dagana 28. – 29. september og aftur 26. – 27. október n.k. Hafdís verður með aðstöðu þar sem Hárstofan hjá Helgu var að Miðbraut 5. Hægt er að panta tíma með því að senda SMS í síma 772-1542 eða í gegnum tölvupóst á osp.hafdis@gmail.com, munið að láta nafn fylgja með.

Hugmynda- og ábendingavefur vegna endurskoðunar aðalskipulags Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Hér að neðan má nálgast vefsíðu þar sem hægt er að koma á framfæri ábendingum og hugmyndum vegna endurskoðunar aðalskipulagsins. Við hvetjum íbúa Dalabyggðar til að koma á framfæri efni sem hægt er að nota við skipulagsvinnuna á meðan enn er tími til. Hugmynda- og ábendingavefur.

Ráðgjöf vegna umsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

DalabyggðFréttir

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021. Opnað var fyrir umsóknir 8. september og er umsóknarfrestur til kl. 12 á hádegi 6. október. Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Ráðgjafi á vegum SSV býður upp á ráðgjöf og aðstoð við gerð styrkumsókna til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Hægt er að …

Laust starf: Heimaþjónusta Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Starfsmann vantar í heimaþjónustu Dalabyggðar. Um er að ræða aðstoð á þrem heimilum hálfsmánaðarlega, samtals um fjórar klukkustundir. Umsóknarfrestur er til 30.09.2020 Frekari upplýsingar gefur Sigríður í síma heimaþjónustunnar 839-1400 þriðjud.og fimmtud. Kl.10 -12 báða dagana.

Opið fyrir umsóknir í Matvælasjóð

DalabyggðFréttir

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, opnaði í dag formlega fyrir umsóknir í nýjan Matvælasjóð. Umsóknarfrestur er til og með 21. september 2020 Frumvarp ráðherra um stofnun sjóðsins var samþykkt á Alþingi í apríl sl. og var alls 500 milljónum króna varið til stofnunar sjóðsins og verður þeim úthlutað á þessu ári. Hlutverk sjóðsins að styrkja þróun og nýsköpun við …

Tilboð í söfnun og flutning á dýrahræjum í Dalabyggð – Fyrirspurnir og svör

DalabyggðFréttir

Vegna útboðs um söfnun og flutning dýrahræja í Dalabyggð koma hér svör við fyrirspurnum sem bárust skrifstofu Dalabyggðar. Skuldleysi vegna opinberra gjalda – Ekki er nauðsynlegt að sýna fram á skuldleysi vegna opinberra gjalda áður en boðið er í verkið. Verktaki þarf hinsvegar að geta sýnt fram á skuldleysi varðandi opinber gjöld ef ganga á til samninga við viðkomandi og …

Ekkert réttarkaffi við Fellsendarétt vegna COVID-19

DalabyggðFréttir

Undanfarin ár hefur Kvenfélagið Fjóla í Suðurdölum verið með kaffi, kakó og meðlæti í réttarskúrnum við Fellsendarétt í fyrstu rétt. Vegna COVID-19 verður það ekki hægt í ár. – F.h. Kvenfélagsins Fjólu, Erna Hjaltadóttir, formaður.

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 195.fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 195. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 10. september 2020 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál   1. 2005034 – Fjallskil 2020   2. 2005003 – Breytingar á verslun Samkaupa í Búðardal   3. 2008005 – Málefni Auðarskóla   4. 1912011 – Byggðasafn Dalamanna – Staðarfell   5. 1911028 – Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð   …

Lokað á skrifstofu sýslumanns vegna veikinda

DalabyggðFréttir

Í dag, 8.september er lokað á skrifstofu útibús sýslumanns í Búðardal vegna veikinda. Ef erindi þarfnast brýnna úrlausna má hafa samband á netfangið vesturland@syslumenn.is eða í síma 458-2300. Við bendum á að upplýsingar um þjónustu, gjaldtöku, eyðublöð og útgefin leyfi má finna á vefsíðunni www.syslumenn.is

Rafmagnsbilun á Fellsstrandarlínu við Svínaskóg

DalabyggðFréttir

Rafmagnsbilun er á Fellsstrandarlínu við Svínaskóg. Unnið er að viðgerð og vonast er að rafmagn komi á eftir ca. 2 klst. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof