Sorphirðing – dreifing á tunnum

DalabyggðFréttir

Fljótlega eftir páska munu íbúar og eigendur frístundahúsa fá í pósti tilkynningu og handbók um væntanlegar breytingar á sorphirðu ásamt klippikorti fyrir gámasvæðið.

Í handbókinni eru upplýsingar um þriggja tunnu kerfið, klippikortin, tunnuskýli og fleira gagnlegt. Handbókin er nú þegar aðgengileg hér á heimasíðu Dalabyggðar, ásamt öllum upplýsingum um málaflokkinn, sjá hér: Sorphirða.

Um miðjan apríl verður kynningarfundur í beinu streymi þar sem Íslenska Gámafélagið fer yfir þjónustuna, úrvinnslu og fleira, ásamt því að svara spurningum íbúa.

Í seinni hluta apríl verður græn- og brúntunnum dreift á öll heimili í sveitarfélaginu.

Samkvæmt gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps átti gjaldtaka á endurvinnslustöðinni í Búðardal að hefjast 1. apríl. Til þess þurfa klippikortin að vera komin til eigenda fasteigna og því seinkar gjaldtöku til 19. apríl 2021.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei