Dekurpakkar – Kvenfélagið Fjóla

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla býður upp á dekurpakka með heimabökuðu bakkelsi:

Senn líður að sauðburði og í ár viljum við Kvenfélagið Fjóla bjóða ykkur upp á dekurpakka. Pakkarnir innihalda heimabakaða bakkelsi.

Pantanir skulu berast í síðasta lagi 10. apríl nk. á netfangið vifl@simnet.is eða saudafell@saudafell.is .

Fjólukonur sjá um að baka, pakka og frysta nýbakaða bakkelsið.  Afhending er svo 25. apríl.

Dekurpakki 1 inniheldur : Kleinur 20 stk, flatkökur 5 stk, hjónabandssælu og marmaraköku. VERÐ: 5000

Dekurpakki 2 inniheldur: Ástarpunga 20 stk, rúgbrauð, jólaköku og hafrakökur 10stk. VERÐ: 5500

Allur ágóði rennur til góðra málefna í heimabyggð.

Kær kveðja, Kvenfélagið Fjóla

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei