Laus störf: starf þjónustufulltrúa – starf við ræstingar

DalabyggðFréttir

Stjórnsýsluhús – þjónustufulltrúi

Starf þjónustufulltrúa Dalabyggðar er afar fjölþætt og felst í almennum ritara- og skrifstofustörfum. Um er að ræða hlutastarf og er vinnutími kl. 9-13.
Helstu verkefni eru:

 • símsvörun og móttaka.
 • móttaka ábendinga, pósts og flokkun erinda og skráning.
 • gagnavarsla, ljósritun, skönnun skjala og skjalavistun.
 • stoðþjónusta innan skrifstofu sveitarfélagsins.
 • aðstoð við undirbúning funda og viðburða.
 • annast innkaup og umsjón rekstrarvara og minniháttar skrifstofubúnaðar.
 • annast og aðstoðar við undirbúning móttöku gesta, almennra funda og innkaup veitinga ef þess er óskað.

Hæfniskröfur:

 • krafa er um stúdentspróf eða sambærilegt próf.
 • reynsla af þjónustu- og almennum skrifstofustörfum.
 • reynsla af notkun ritvinnslu- og hefðbundinna upplýsingatæknikerfa.
 • góð kunnátta og ritfærni á íslensku, ásamt kunnáttu í ensku.
 • hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulipurð.
 • skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. júní. Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið dalir@dalir.is.

Stjórnsýsluhús – ræsting

Starf við ræstingu í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal er laust til umsóknar.
Um er að ræða 35% starf og verður það unnið á dagvinnutíma.
Leitað er að samviskusömum og vandvirkum einstaklingi.
Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulipurð.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. júní. Umsóknarfrestur er til 15. apríl . Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið dalir@dalir.is.

Sjá einnig: Laus störf

 • Var efni síðunnar hjálplegt?
 • Nei