Lánasérfræðingar Byggðastofnunar

DalabyggðFréttir

Lánasérfræðingar Byggðastofnunar bjóða uppá viðtalstíma á Vesturlandi dagana 9.-11. september.   Áhugasamir geta aflað sér upplýsinga og bókað viðtal hjá Guðbjörgu á netfanginu gudbjorg@byggdastofnun.is eða í síma 455 5400 fyrir hádegi á virkum dögum.

Ljósleiðaravæðing – Dalaveitur

DalabyggðFréttir

Nú styttist í að Dalaveitur ljúki ljósleiðaravæðingu í dreifbýli Dalabyggðar. Plæging ljósleiðarastrengs úr Saurbæ um Skarðsströnd í átt að Klofningi hófst í júlí og er verktakinn nú í grennd við Skarð. Plægt verður yfir á Fellsströnd í haust þar sem Stóra-Tunga er endastaður. Að því loknu verða tækin færð inn í Saurbæ til að plægja streng inn Gilsfjörð í Ólafsdal …

Viðvera atvinnuráðgjafa

DalabyggðFréttir

Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi SSV verður með viðveru í stjórnsýsluhúsinu fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl. 13-15  frá september 2019 til maí 2020. Tímapantanir eru í síma 892 3208.   Viðvera atvinnuráðgjafa í Dölunum Þriðjudaginn 3. september 2019 kl. 13-15. Þriðjudaginn 1. október 2019 kl. 13-15. Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 kl. 13-15. Þriðjudaginn 3. desember 2019 kl. 13-15. Þriðjudaginn 7. janúar 2020 kl. 13-15. …

Nýir straumar – tækifæri dreifðra byggða

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 5. september kl. 9-13:30 verður haldin ráðstefna um fjórðu iðnbyltinguna samtímis á sex stöðum á landinu, í Borgarnesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Reyðarfirði og Selfossi.   Málstofan fer fram samtímis með sömu dagskrá á sex stöðum á landinu en jafnframt verður hún send út á internetinu. Hægt verður að taka þátt með því að mæta á einhvern þessara 6 staða …

Bókasafn – opnunartími

DalabyggðFréttir

Frá og með 1. september verður Héraðsbókasafn Dalasýslu opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12:30-17:30.

Járngerðarhátíð á Eiríksstöðum

DalabyggðFréttir

Járngerðarhátíð verður á Eiríksstöðum frá föstudeginum 30. ágúst til sunnudagsins 1. september kl. 11 – 17 með fjölbreyttri dagskrá. Þar á eftir verður síðan dagskrá í Árbliki kl. 17:30-19:30.   Föstudaginn 30. ágúst mun Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fjalla um fornleifarannsóknir sínar tengdar járngerð á Íslandi. Þá mun Ólöf Bjarnadóttir fjalla um rannsóknir sínar á heiðni. Þessir fyrirlestrar verða á íslensku, en samantekt …

Sögurölt – Gilsfjarðarbrekka

DalabyggðFréttir

Tíunda og síðasta sögurölt sumarsins verður í Gilsfjarðarbrekku miðvikudaginn 28. ágúst kl. 19:30. Mæting er á túninu móts við afleggjarann að bænum og gengið verður niður í fjöruna. Í fjörunni verður sagt frá daglegu lífi í Gilsfjarðarbrekku, frá ábúendum, Steinadalsheiði, hrakningum og draugum.   Vegalengdin er mjög stutt og þeim sem finnst of stutt gengið er bent á að hægt …

Kynningarfundur Tækniþróunarsjóðs

DalabyggðFréttir

Tækniþróðunarstjóður heldur kynningarfund í húsnæði Símenntunar, Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi, fimmtudaginn 29. ágúst kl. 12-13.   Kolbrún Bjargmundsdóttir sérfræðingur á rannsóknar- og nýsköpunarsviði Rannís fer yfir styrkjaflokka Tækniþróunarsjóðs, skattaafdrátt vegna rannsóknar- og þróunarverkefna, nýsköpunarsjóð námsmanna og Eurostars-2. Kaffi og meðlæti er í boði.   Áhugasamir hafi samband við Svölu Svavarsdóttur, netfangið svala@ssv.is.   Næsti umsóknarfrestur í Tækniþróunarsjóðinn er til 16. september.

Sögurölt – Kýrhamar

DalabyggðFréttir

Þátttaka í söguröltum safnanna á Ströndum og í Dölum hefur verið til fyrirmyndar í sumar. Nú er komið að níunda og næstsíðasta sögurölti sumarsins og er það á dagskrá miðvikudaginn 21. ágúst kl. 19:30. Gengið verður frá hlaðinu á Skriðnesenni í Bitrufirði og út með sjónum að Kýrhamri.   Vegalengdin frá bænum út að hamrinum er 2 km, eftir auðgengnum …

Vettvangsferð vegna rammaáætlunar

DalabyggðFréttir

Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða ásamt fulltrúum faghópa kom í til vettvangsferðar um Dalabyggð og Reykhólahrepp til að kynna sér áform um virkjun vindorku vindmyllugarða í Sólheimum og á Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð og Garpsdal í Reykhólahrepp.   Fulltrúar Dalabyggðar voru Kristján Sturluson sveitarstjóri, Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti, Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti, Skúli Guðbjörnsson formaður byggðaráðs, Hörður Hjartarson …