Hvernig á að flokka í Covid-19 faraldrinum?

DalabyggðFréttir

Um þessar mundir fellur til gífurlegt magn af einnota grímum, hönskum og sótthreinsiklútum. Þessar einnota vörur er ekki hægt að endurvinna.

Við erum að verða vör við alltof mikið af grímum og hönskum á götum og gangstéttum og því mikilvægt að fólk taki þetta annað hvort með sér heim og hendi þessu þar eða gæti þess að þetta fari alveg ofan í ruslaílát svo það fjúki ekki upp úr. Gott er að klippa á böndin á grímunum ef hægt er, það kemur í veg fyrir að þær flækist í trjám eða dýrum.

En hvernig á þá að flokka þessa hluti?

Einnota hanskar 
Er ekki hægt að endurvinna og því eiga þeir alltaf að fara með almennu sorpi.

Grímur
Eiga að fara með almennu sorpi. Gott er að klippa á böndin ef hægt er.

Snýtibréf og handþurrkur
Eiga að fara með almennu sorpi.

Endurvinnsluhráefni, s.s. plastumbúðir, pappi/pappír og minni málmhlutir
Flokkun á endurvinnsluhráefni helst óbreytt, þ.e. það þarf að vera hreint til þess að vera hæft til endurvinnslu.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei