Dagur reykskynjarans 1. desember

DalabyggðFréttir

1. desember er dagur reykskynjarans.

Þá er upplagt að nýta tækifærið og skipta um rafhlöðuna í skynjaranum.

Vegna aukinnar notkunar á raftækjum og þá sérstaklega snjallsímum og spjaldtölvum er gott að vera með reykskynjara í öllum svefnherbergjum til viðbótar þeim sem eru frammi í stofu eða á svefnherbergisgangi.

Einnig líður að jólum og þá eykst oft notkun á kertum og kertaskreytingum. Því hvetjum við íbúa til að fara yfir skynjara á heimilum sínum og auka þannig öryggið.

Sjá einnig:  Eldvarnir – handbók heimilisins

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei