Varðandi skólahald í Auðarskóla vegna COVID-19

DalabyggðFréttir

Eins og öllum ætti að vera kunnugt erum við að takast á við aðstæður sem ekki eru fordæmi fyrir. Við höfum unnið hörðum höndum að því síðustu daga að skipuleggja starfið í Auðarskóla þannig að við getum haldið úti sem mestri starfsemi. Við erum öll að gera okkar besta til þess að ná utan um breyttar aðstæður og mikilvægt að …

Tilkynning frá HVE vegna COVID-19 veirunnar

DalabyggðFréttir

Samkomubann sem tekið hefur gildi á Íslandi vegna COVID-19 mun óhjákvæmilega hafa töluverð áhrif á starfsemi Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE). Hefta þarf aðgang að heilsugæslustöðvum, göngudeildum, sjúkrahúsum og hjúkrunardeildum á HVE. Takmarka þarf sem mest fjölda þeirra sem sitja á biðstofum hverju sinni og hafa a.m.k. 2 metra fjarlægð sé á milli einstaklinga. Þetta á við alla sem koma til viðtals, …

Tilkynning frá Sýslumanninum á Vesturlandi vegna COVID-19 veirunnar

DalabyggðFréttir

Ríkisstjórn Íslands lýsti yfir samkomubanni 13. mars sl. Það felur m.a. í sér að við öll mannamót, þar sem færri en 100 manns koma saman, þarf að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar kemur í kjölfar þess að lýst var yfir neyðarstigi í landinu vegna COVID-19 veirunnar. Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi er með skrifstofur á …

Frá oddvita vegna samkomubanns og COVID-19

DalabyggðFréttir

Í gær voru kynnt áform stjórnvalda um að sett yrði á samkomubann sem tekur gildi kl. 00:00 þann 16. mars 2020 og gildir til 12. apríl 2020 kl. 23:59. Markmið þessara aðgerða er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 faraldurs.   Við þessar aðgerðir verður allt skólahald með breyttu sniði um allt land. Til að skipuleggja þetta …

Ný örsýning Byggðasafns Dalamanna á héraðsbókasafninu

DalabyggðFréttir

Á bókasafninu er nú komin ný örsýning frá Byggðasafni Dalamanna. Eru það gleraugu og gleraugnahús í vörslu safnsins. Verður þessi sýning eitthvað fram í apríl. Héraðsbókasafnið er opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12:30-17:30.

Ráðgjöf vegna COVID-19 og mannamóta

DalabyggðFréttir

Landlæknir hefur birt á vefsíðu sinni ráðgjöf vegna Covid-19 og mannamóta, sem er hægt að nálgast hér. Einnig er bent á að á vefsíðu Embætti landlæknis og Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra er að finna upplýsingar og leiðbeiningar varðandi Covid 19.  Íbúar eru hvattir til að fylgjast með nýjustu upplýsingum á áðurnefndum síðum og fylgja leiðbeiningum Embættis landlæknis.

Opnað fyrir umsóknir á morgun

DalabyggðFréttir

English below Búið er að stofna upplýsingasíðu fyrir Bakkahvamm hses og umsóknarferli, sjá HÉR. A page for information about Bakkahvammur hses and application process has been created, see HERE.   Opnað verður fyrir umsóknir um nýjar íbúðir í Bakkahvammi á morgun fimmtudaginn 12.mars n.k. Það er húsnæðissjálfseignarstofnunin Bakkahvammur hses. sem leigir út íbúðirnar. Til úthlutunar verða þrjár íbúðir, tvær sem …

Aðalfundi FEBDOR frestað

DalabyggðFréttir

Fyrirhugaður aðalfundu félags eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólum sem átti að vera á fimmtudaginn 12.mars n.k. hefur verið frestað um óákveðin tíma.

Ráðið í starf hjúkrunarframkvæmdastjóra og umsjónarmanns heimaþjónustu

DalabyggðFréttir

Haflína Ingibjörg Hafliðadóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin frá byrjun maí sem nýr hjúkrunarframkvæmdastjóri á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni. Þá hefur Sigríður Jónsdóttir verið ráðin umsjónarmaður heimaþjónustu til eins árs. Sigríður er einnig bókavörður og hefur haft umsjón með vinnuskólanum.