Framkvæmdir við fráveitu

DalabyggðFréttir

Nú eru hafnar framkvæmdir við fyrsta áfanga af þremur við fráveitu í Búðardal. Í þessum áfanga verður tengdar saman útrásir fráveitanna norðan og sunnan megin. Í öðrum áfanga verður lögð útrás og þriðji áfangi er hreinsistöð.

Það er fyrirtækið Stafnafell ehf. sem sér um fyrsta áfangann. Á meðan á framkvæmdum stendur verður töluvert rask, sérstaklega þegar fara þarf í gegnum planið neðan við Vínlandssetur. Verklok fyrsta áfanga eru áætluð 20. september.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei