Heilsuvera.is – Til upplýsingar

DalabyggðFréttir

Heilsuvera.is er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Markmið síðunnar er að koma á framfæri til almennings áreiðanlegri þekkingu um þroska, heilsu og áhrifaþætti heilbrigðis. Inn á mínum síðum á Heilsuvera.is er öruggt vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá. Hægt er að endurnýja föst lyf, bóka …

Háls- nef og eyrnalæknir

DalabyggðFréttir

Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku mánudaginn 30. apríl nk.  Tímapantanir eru í síma  432 1450. Vakin er athygli á að börn yngri en 18 ára, með tilvísun frá heimilis- eða heilsugæslulækni greiða ekki gjald fyrir komu til sérgreinalæknis. Börn sem sækja þjónustu án tilvísunar greiða hins vegar 30% af kostnaði við þjónustuna þar til greiðslumarki (hámarksgreiðsla …

Tjaldsvæðið í Búðardal

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn hefur samþykkt að semja við Carolin A Baare-Schmidt um rekstur tjaldsvæðisins í Búðardal en hún hefur séð um reksturinn undanfarið ár ásamt Valdísi Gunnarsdóttur. Sveitarstjórn samþykkti á 158. fundi tillögu menningar- og ferðamálanefndar um að bjóða út rekstur tjaldsvæðisins í Búðardal. Auglýst var eftir áhugasömum aðilum í Dalapósti og á vef Dalabyggðar. Tvö tilboð bárust, frá Carolin A Baare-Schmidt …

MS Búðardal – atvinna í boði

DalabyggðFréttir

MS Búðardal óskar eftir áhugasömum einstaklingum til framleiðslustarfa. Um framtíðarstöf er að ræða. Nánari upplýsingar veita Lúðvík Hermannsson, netfang ludvikh@ms.is og Elísabet Svansdóttir, netfang elisabets@ms.is MS Búðardal framleiðir m.a. Dala-Feta og Dalaosta – gott handbragð úr Dölunum. MS Búðardal

Krabbameinsleit hjá konum

DalabyggðFréttir

Helga Hreiðarsdóttir ljósmóðir verður með móttöku  mánudaginn 23. apríl á heilsugæslustöðinni í Búðardal. Konum sem hafa fengið bréf frá Leitarstöðinni er boðið að panta tíma. Tímapantanir eru í síma  432 1450.

Þakkarbréf Lions

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 10. mars hélt Lionsklúbbur Búðardals kótilettukvöld þar sem einnig var happdrætti og var ákveðið fyrirfram að ágóðinn skyldi skiptast á milli Auðarskóla, Björgunarsveitarinnar Ósk og Slysavarnadeildar Dalasýslu. Söfnuðust tæpar 750.000 kr. og styrktum við þessa þrjá aðlila því um 250.000 kr. hvert. Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg bæði með vinnuframlagi, gjöfum og happdrættisvinningum. Þetta …

Hleðsla á slökkvitækjum

DalabyggðFréttir

Lionsklúbbur  Búðardals í samvinnu við Slökkvilið Dalabyggðar gengst fyrir hleðslu á slökkvitækjum.  Tekið verður á móti slökkvitækjum í slökkvi-stöðinni í Búðardal. Móttakan verður opin 12. og 13. apríl á milli kl. 17:00 og 19:00 og  laugardaginn 14. apríl nk. frá 10:00 til kl. 19:00. Verðið er sem hér segir: 2 kg dufttæki og vatnstæki 3.534 kr m/VSK.3.534 kr m/VSK. 6  …

Deiliskipulag í Búðardal

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 20. mars 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í Búðardal í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið nær yfir Bakka­hvamm, Lækjarhvamm og nýja götu sem fær nafnið Ásuhvammur. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir lóðum fyrir einbýlis-, par- og raðhús. Svæðið er er …

160. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

160. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 17. apríl 2018 og hefst kl. 18.   Dagskrá Almenn mál 1. Sala eigna – Laugar og Sælingsdalstunga. 2. Ársreikningur 2017 3. Íþróttamannvirki í Búðardal   Almenn mál – umsagnir og vísanir 4. Veiðifélag Laxár í Hvammssveit – Aðalfundarboð 5. Veiðifélag Laxdæla – Aðalfundarboð 6. Tjaldsvæðið Búðardal 7. Laugargerðisskóli – eignarhlutur 8. Fjárhagsáætlun 2018 – …

Ársreikningur Dalabyggðar 2017

DalabyggðFréttir

Ársreikningur Dalabyggðar er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga og reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Rekstrartekjur Dalabyggðar á árinu 2017 voru fyrir A og B-hluta 895,9 millj. kr. en rekstrargjöld 796,7 millj. kr. Rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var jákvæð um 70,7 millj. kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur námu 9,8 millj. kr og rekstrarniðurstaða jákvæð um 61,3 …