Sviðsmyndakynning og vinnustofa

DalabyggðFréttir

Í dag var haldinn opinn fundur atvinnumálanefndar Dalabyggðar í tengslum við verkefni nefndarinnar að styðja við hugmyndir og þróun rekstrar núverandi fyrirtækja á svæðinu.

Á fundinn kom Stefán Þór Helgason frá KPMG sem kynnti sviðsmyndagreiningu sem unnin var fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi.
Að kynningu lokinni var vinnustofa þar sem þátttakendur á fundinum voru beðnir um að velta fyrir sér mikilvægum aðgerðum í atvinnumálum í Dalabyggð til ársins 2025.

Mörg atriði voru nefnd, stór og smá. Samgöngur, fjarskipti, menntun, rafmagn, samfélagsgerð, menntun, húsnæðismál, aðstaða til atvinnureksturs og hugmyndavinnu, nýting núverandi húsnæðis, sjálfstraust atvinnurekenda og fyrirtækja, atvinnugreinar og opinber störf.

Eftir það hugarflug var skipt í hópa þar sem hugmyndirnar voru ræddar og þær sem hóparnir voru sammála um voru unnar áfram, mikilvægi og þörf flokkuð, úrbætur og aðgerðir skoðaðar.

Fundurinn var mjög ánægjulegur og gefur atvinnumálanefnd mikið veganesti fyrir áframhaldandi vinnu.

Að vinnustofu lokinni var opnað fyrir umræður, þar var margt nefnt sem Dalamenn mættu skoða betur, líkt og að gera Listasafni Dalasýslu hærra undir höfði, spila inn á styrkleika svæðisins og framtíðarmöguleika s.s. í tengslum við opinber störf, matvælaframleiðslu og orkunýtingu.

Á fundinum var einnig í gangi skráningarlisti fyrir þátttakendur til að búa til sameiginlegan samráðsvettvang fyrir fyrirtæki og atvinnurekendur í Dalabyggð s.s. til að gera auðveldara að samnýta iðnaðarmenn sem eru að koma á svæðið eða eiga önnur samskipti sem snúa að atvinnurekstri.
Vilji atvinnurekendur eða fyrirtæki sem ekki komust á fundinn fá að vera með á þeim vettvangi er hægt að hafa samband við Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, verkefnastjóra sveitarfélagsins í gegnum netfangið johanna@dalir.is.

 

Myndir frá vinnustofu:

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei