Vestfjarðaleiðin kynnt

DalabyggðFréttir

Föstudaginn s.l. 21.febrúar var haldinn fundur í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar um verkefni sem oft hefur verið kallað „Hringvegur 2“ sem snýst um nýja og metnaðarfulla ferðamannaleið sem opnar í haust. Fundurinn var fjarfundur þar sem þátttakendur voru Hólmavík, Patreksfjörður, Ísafjörður og Búðardalur.
Verkefnastjórar frá Markaðsstofu Vesturlands mættu í Búðardal ásamt Ingvari Erni Ingvarssyni frá Cohn & Wolfe sem hefur unnið að markaðsráðgjöf vegna verkefnisins.  Ingvar átti að fljúga vestur á Ísafjörð en vegna veðurs var brugðið á það ráð að hann myndi flytja erindið frá Búðardal. Díana Jóhannsdóttir frá Vestfjarðarstofu var svo með erindi sitt á Ísafirði þar sem hún fór yfir komandi verkefni.
Á fundinum kom fram að heiti ferðamannaleiðarinnar verði „Vestfjarðaleiðin“ eða „The Westfjords Way“.
 
Fundurinn var hinn prýðilegasti og tóku fundargestir vel í efni hans. Boðið var upp á Dalaosta og köku ársins með kaffinu til að fagna þeim áfanga að nýja ferðamannaleiðin sé komin með nafn.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei