Auðarskóli – lausar kennarastöður

DalabyggðFréttir

Við Auðarskóla er laus 77% staða kennara á unglingastigi og 100% staða umsjónarkennara á miðstigi fyrir skólaárið 2018-2019. Kennsla á unglingastigi, smíðar, enska og danska. Umsjónakennsla á miðstigi, stærðfræði, upplýsingatækni og náttúrufræði. Mikilvægt er að umsækjendur búi að færni í samskiptum, frumkvæði í starfi, sjálfstæðum og skipulögðum vinnubrögðum og góðri íslenskukunnáttu. Einnig þurfa umsækjendur að vera tilbúnir að vinna eftir …

Sjálfboðaliðaverkefni

DalabyggðFréttir

Umsóknarfrestur um sjálfboðavinnuverkefni Dalabyggðar er til 12. maí. Byggðarráð afgreiðir umsóknir. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta til að hrinda í framkvæmd brýnum umhverfisverkefnum í sínu næsta nágrenni. Almenn skilyrði fyrir úthlutun framlaga eru að umsækjandi eigi lögheimili í Dalabyggð, sé ekki í vanskilum við sveitarfélagið og að umsókninni fylgi lýsing á verkefni og kostnaðaráætlun. Forsvarsmaður verkefnis skal …

Söfnun og förgun dýrahræja

DalabyggðFréttir

Hafin er reglubundin söfnun dýrahræja í Dalabyggð. Fyrsta ferð var farin miðvikudaginn 4. apríl og næsta ferð áætluð fyrir miðjan apríl og síðan vikulega út maímánuð. Fyrirkomulag á þessari söfnun er ekki alveg fastmótað og mun reynslan næstu vikurnar verða notuð til að meta þörfina. Þeir sem þurfa að nýta sér þjónustuna þurfa að senda tölvupóst á netfangið vidar@dalir.is með …

Svar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur borist svar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna kvörtunar Bjarna Ásgeirssonar til ráðuneytisins vegna fyrirhugaðrar sölu Dalabyggðar á jörðunum Laugum og Sælingsdalstungu. Í niðurlagi bréfs ráðuneytisins segir. „Með vísan til þess sem rakið hefur verið hér að framan er það niðurstaða ráðuneytisins að fram komnar upplýsingar gefi ekki tilefni til frekari skoðunar á stjórnsýslu Dalabyggðar á grundvelli 112. gr. sveitarstjórnarlaga í tengslum …

Íbúafundur

DalabyggðFréttir

Íbúafundur verður haldinn í Dalabúð þriðjudaginn 10. apríl nk. kl. 20. Dagskrá Ársreikningur Dalabyggðar 2017 Helstu verkefni framundan hjá Dalabyggð Breyting á aðalskipulagi – íbúðalóðir Deiliskipulag – Hvammar Ferðamál Kaffihlé Fyrirspurnir og umræður Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til að mæta.

Trjágróður við lóðamörk

DalabyggðFréttir

Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir vegfarendur. Húseigendur skulu gæta þess að gróður haldist innan lóðarmarka og valdi ekki truflun á umferð gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda. Sérstaklega þurfa þeir sem búa á hornlóðum að gæta að því að gróður byrgi ekki sýn þeirra sem um gatnamótin fara. Sveitarfélagið skorar á garðeigendur að …

Kollubóndinn og Akureyjar

DalabyggðFréttir

Mánudaginn 2. apríl (annan í páskum) kl. 16 verða tveir fyrirlestrar á Byggðasafni Dalamanna tengdir strandmenningu í tilefni menningararfsárs Evrópu 2018. Halla Sigríður Steinólfsdóttir kollubóndi í Akureyjum mun segja frá lífi kollubóndans og Valdís Einarsdóttir safnvörður segir frá búskap og lífinu í Akureyjum fyrr á tímum. Allir áhugasamir eru velkomnir, enginn aðgangseyrir. Árið 2018 er tileinkað menningararfi Evrópu. Markmið Menningararfsár …

Sumarstarf í Leifsbúð

DalabyggðFréttir

Leifsbúð óskar eftir starfsmanni í sumarstarf frá 1. júní. Starfið felur í sér þjónustu við viðskiptavini, afgreiðslu, létta matreiðslu, almenn þrif og annað tilfallandi. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 18 ára aldri. Reynsla af þjónustu- eða matreiðslustörfum er kostur. Áhugasamir geta sent póst á netfangið he1008@hotmail.com eða hringt í 823 0100. Endilega látið ferilskrá fylgja. Leifsbúð – fb

Umhverfissjóður Íslenskra fjallaleiðsögumanna

DalabyggðFréttir

Umhverfissjóður Íslenskra fjallaleiðsögumanna veitir styrki á tveggja ára fresti. Sjóðnum er ætlað að úthluta styrkjum til verkefna sem stuðla að verndun náttúru Íslands. Fyrirtæki, einstaklingar, eignarhaldsfélög, félagasamtök, sveitarfélög og opinberar stofnanir geta fengið framlög frá sjóðnum. Umsóknaraðilar geta einnig verið samstarf nokkurra aðila. Umsóknafrestur rennur út 10. apríl 2018. Sjá nánar um reglur sjóðsins á heimasíðu félagsins, fjallaleidsogumenn.is. Umhverfissjóður Íslenskra …

Fjörugróður og rekabóndi

DalabyggðFréttir

Mánudaginn 26. mars kl. 19 verða tveir fyrirlestrar á Byggðasafni Dalamanna tengdir strandmenningu í tilefni menningararfsárs Evrópu 2018. Hafdís Sturlaugsdóttir landnýtingarráðunautur hjá Náttúrustofu Vestfjarða mun fjalla um fjörugróður og nýtingu hans og Matthías Sævar Lýðsson bóndi í Húsavík á Ströndum mun segja frá lífi rekabóndans. Allir áhugasamir eru velkomnir, enginn aðgangseyrir. Árið 2018 er tileinkað menningararfi Evrópu. Markmið Menningararfsár Evrópu er að …