Í dag, 17. júní, var Dalamaðurinn Tómas Ragnar Einarsson tónlistarmaður sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaofðu fyrir framlag sitt til íslenskrar jasstónlistar og menningarlífs. En Tómas og félagar hans eru einmitt nýbúnir að bjóða Dalamönnum upp á stórtónleika í Dalabúð. Voru þeir tónleikar mjög vel sóttir.
Sauðafellshlaupið 2014
Laugardaginn 21. júní verður Sauðafellshlaupið 2014. Hlaupið hefst og endar við brúsapallinn á Erpsstöðum. Hlaupið er frá Erpsstöðum eftir þjóðvegi 60 að Fellsenda og upp veg 585. Á Fellsendabrekkunni er stefnan tekin uppá Sauðafellið og það hlaupið þvert, niður að bænum Sauðafelli. Komið að þjóðvegi 60 á ný og hlaupið að Erpsstöðum á ný. Leiðin er ekki mjög erfið þó …
Hestaþing Glaðs
Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal dagana 21. – 22. júní n.k. Mótið er opið öllum félögum í hestamannafélögum. Dagskrá Laugardagur 21. júní Forkeppni kl. 10 Tölt (T3) opinn flokkur Barnaflokkur Unglingaflokkur Ungmennaflokkur B-flokkur gæðinga A-flokkur gæðinga B-úrslit í tölti (háð þátttöku) Kappreiðar kl. 20 150 m skeið 250 m brokk 250 m skeið 250 m stökk A-úrslit …
17. júní hátíðarhöld í Búðardal
Safnast verður saman við dvalarheimilið Silfurtún kl. 14 og farin skrúðganga að Leifsbúð. Þar verður flutt hátíðarræða og fjallkonan stígur á stokk. Skátarnir munu að því loknu stýra leikjum þar sem börn jafnt sem fullorðnir munu etja kappi, m.a. í reiptogi og pokahlaupi. Síðdegiskaffi verður í Leifsbúð og bingó á vegum skátafélagsins Stíganda að því loknu, um kl 16.
Sveitarfélagið Dalabyggð
Sveitarfélagið Dalabyggð varð til við sameiningu sex sveitarfélaga 11. júní 1994 og síðan hafa tvö sveitarfélög bæst við. Sveitarfélagið Dalabyggð nær frá botni Álftafjarðar að botni Gilsfjarðar og liggur í tveimur sýslum; Snæfellsnessýslu og Dalasýslu. Í þeim sex sveitarfélögum sem sameinuðustu í Dalabyggð voru 733 íbúar 1. janúar 1994. En sé miðað við núverandi stjórnsýslumörk voru þeir 884. Í Dalabyggð …
Latínstórsveit Tómasar R. í Búðardal
Miðvikudagskvöldið 11. júní kl. 20:30 verða haldnir tónleikar í Dalabúð, þar sem margir helstu latín- og djasstónlistarmenn landsins koma fram. Hljómsveitina skipa auk bassaleikarans Tómasar söngvararnir Sigríður Thorlacius og Bógómíl Font, Kjartan Hákonarson trompet, Óskar Guðjónsson saxófón, Samúel Jón Samúelsson básúnu, Ómar Guðjónsson gítar, Davíð Þór Jónsson píanó, Matthías MD Hemstock trommur og Sigtryggur Baldursson kóngatrommur. Boðið verður upp á …
Kvennahlaup ÍSÍ
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram þann 14. júní kl. 11. Hlaupið verður frá Tjarnarlundi í Saurbæ og Leifsbúð í Búðardal. Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar. Kvennahlaupið höfðar til allra kvenna þar sem hægt er að velja mislangar vegalengdir. Engin tímataka er í hlaupinu og því ekki hlaupið nema til persónulegs sigurs. …
Íþróttaæfingar sumarið 2014
Í sumar verður boðið upp á fótbolta- og frjálsíþróttaæfingar fyrir börn og unglinga en fullorðnir eru einnig velkomnir á æfingar í frjálsum. Æfingarnar verða a.m.k. út júlímánuð, í „Dalnum“ í Búðardal og hefjast þær þriðjudaginn 10. júní. Iðkendur á svæði UDN eru hvattir til að vera duglegir að mæta. Æfingar verða á mánudögum og fimmtudögum, en fyrsta æfing verður þriðjudaginn …
Skoðanakönnun – niðurstöður
Niðurstöður skoðunarkönnunar 31. maí varðandi sameiningu sveitarfélaga liggja nú fyrir. Á kjörskrá til sveitarstjórnarkosninga voru 508. Á kjörstað mættu 264 og þar af tóku þátt í skoðunarkönnunni 244 íbúar, 92,4% af þeim sem mættu á kjörstað og 48,0% íbúa á kjörskrá. Spurning A. Vilt þú að sveitarstjórn Dalabyggðar kanni áhuga nágrannasveitarfélaga á sameiningu við Dalabyggð á kjörtímabilinu 2014-2018? Auðir seðlar …
Heilsugæslustöðin
Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með stofu á heilsugæslunni í Búðardal fimmtudaginn 12. júní og Þórir Bergmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir verður með stofu á sama stað mánudaginn 16. júní nk. Tímapantanir eru í síma 432 1450. Heilsugæslan í Búðardal