Sveitarstjórn Dalabyggðar 117. fundur

DalabyggðFréttir

117. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 16. september 2014 og hefst kl. 17. Dagskrá Almenn mál 1. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi – SV Haustfundur 2014 2. Sturla Þórðarson 1214-2014 3. Umsjón og viðhald fasteigna Almenn mál – umsagnir og vísanir 4. Ályktun Samtaka ungra bænda um varðveislu landbúnaðarlands 5. Ný reglugerð um starfsemi slökkviliða Fundargerðir til …

Kammerkórinn Hymnodia

DalabyggðFréttir

Kammerkórinn Hymnodia frá Akureyri heldur tónleika í Dalabúð laugardaginn 13. september kl. 20. Kórstjóri er Eyþór Ingi Jónsson frá Miðgarði. Aðgangseyrir er 2.000 kr. Kórinn syngur, spilar á alls kyns skrýtin og skemmtileg hljóðfæri, hefur uppi glens og grín, leikræn tilþrif og jafnvel dans ef vel liggur á. Brjálaði barítóninn, drynjandi geðlæknirinn, fljúgandi Hollendingurinn, sænski grunnskólakennarinn, lagvissi lögfræðingurinn, tölvuóði trompetleikarinn …

Lokahóf UDN í frjálsum íþróttum og fótbolta

DalabyggðFréttir

Lokahóf UDN í frjálsum íþróttum og fótbolta verður haldið við Íþróttahúsið á Reykhólum fimmtudaginn 11. september, klukkan 19. Þetta er uppgjör sumarsins og verða m.a. veittar viðurkenningar fyrir góða mætingu á æfingar og mót, þátttökuverðlaun fyrir mætingu á kvöldmót, viðurkenningar fyrir besta afrek karla og besta afrek kvenna í sumar, viðurkenning fyrir mestar framfarir milli ára og allir fá plagg …

Háls-, nef- og eyrnalæknir

DalabyggðFréttir

Þórir Bergmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal mánudaginn 15. september. Tímapantanir eru í síma 432 1450.

Draugar og tröll og ósköpin öll

DalabyggðFréttir

Þjóðtrúarkvöldvaka verður haldin í Sauðfjársetrinu í Sævangi laugardagskvöldið 6. september kl. 20 og eru allir sem áhuga hafa velkomnir. Yfirskriftin á kvöldvökunni er Draugar og tröll og ósköpin öll. Verða haldin nokkur skemmtileg og fróðleg erindi um þjóðtrú og þjóðsögur, auk þess mun Íris Björg Guðbjartsdóttir á Klúku flytja eigin lög. Einnig verður kvöldkaffi á boðstólum sem enginn verður svikinn …

Skátastarfið er að hefjast

DalabyggðFréttir

Fyrstu skátafundir eru hjá fálkaskátum er 4. september og dróttskátum 11. september. Fálkaskátar 5.-7. bekkur Fyrsti skátafundur er fimmtudaginn 4. september í skátaherberginu. Vikulegir skátafundir eru í gæslubili skólans, kl. 13:50-15:05. Flestir skátafundir verða haldnir í Dalabúð en einu sinni í mánuði verður haldinn skátafundur að Laugum. Fyrsti fundur er öllum opinn, kynning á því sem verður á dagskrá í …

Byggðasafn Dalamanna – sögustund

DalabyggðFréttir

Áætlað er að hafa safnið opið annan hvorn sunnudag í vetur með sögustund um ákveðið málefni eða annað sem upp kemur. Sunnudaginn 31. ágúst er síðasti opnunardagur safnsins í sumaropnun og þá verður fjallað um verslun í Skarðsstöð um kl. 14. Skarðsstöð var fyrsti löggilti verslunarstaðurinn í Dalasýslu, þann 1. apríl 1884. Verslunarsaga Skarðsstöðvar er um margt athyglisverð bæði fyrir …

Opið hús í Röðli og tónleikar í Skarðskirkju

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 30. ágúst verður opið hús í félagsheimilinu Röðli á Skarðsströnd kl. 15 – 19 og tónleikar í Skarðskirkju kl. 20. Samkomuhúsið Röðull á 70 ára vígsluafmæli í ár. Síðustu ár hefur verið unnið að endurbótum á húsinu. Búið er að setja nýja glugga og útidyrahurð í húsið. Í sumar verður skipt um járn á þakinu, en verkefnið fékk styrk …

Sveitarstjórn Dalabyggðar 116. fundur

DalabyggðFréttir

116. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 26. ágúst 2014 og hefst kl. 17. Dagskrá Almenn mál 1. Skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélaga 2. Sturla Þórðarson 1214-2014 3. Markaðsstofa Vesturlands – Samstarfsverkefni 2014-2015 Fundargerðir til staðfestingar 4. Byggðarráð Dalabyggðar – 145 4.1. Samgöngur og fjarskipti í Gilsfirði 5. Fundargerð 29. fundar félagsmálanefndar 6. Byggðarráð Dalabyggðar – 146 7. …

Héraðsbókasafn Dalasýslu

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu hefur nú aftur opnað á hefðbundnum tímum eftir sumarleyfi bókavarðar. Bókasafnið er opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13-18.