Tilkynning frá Sýslumanninum í Búðardal

DalabyggðFréttir

Þjóðskrá Íslands hefur að höfðu samráði við Innanríkisráðuneytið látið taka niður búnað til móttöku umsókna um vegabréf á skrifstofu sýslumannsins í Búðardal. Er því ekki unnt að taka við umsóknum um vegabréf þar. Umsækjendum er bent á að snúa sér til nærliggjandi sýslumannsembætta með umsóknir sínar. Sýslumaðurinn í Búðardal

Helgin 15. – 17. ágúst

DalabyggðFréttir

Heldur rólegra verður í Dölunum þessa helgi en þá síðustu, en ýmislegt um að vera í nágrenninu. Danskir dagar verði í Stykkishólmi, Íslandsmótið í hrútadómum í Sævangi á Ströndum og á Laugum verða Ellen, Eyþór og kvöldverður á Hótel Eddu. Danskir dagar í Stykkishólmi Bæjarhátíð Hólmara, Danskir dagar, verður haldin helgina 15.-17. ágúst í tuttugasta skiptið. Á dagskrá hátíðarinnar er …

Fjallskil

DalabyggðFréttir

Fjallskilaskyldir aðilar þurfa að hafa samband við viðkomandi fjallskilanefnd fyrir 11. ágúst til að leiðrétta fjártölur, að öðrum kosti verður miðað við hausttölur við ákvörðun fjallskila. Upplýsingar um skipan fjallskilanefnda er að finna í síðasta Dalapósti og hér á vefnum undir stjórnsýsla -> stjórnir, ráð og nefndir -> fjallskilanefndir. Vakin er athygli á að fjallskilanefndir Suðurdala og Haukadals hafa verið …

Fjallskil

DalabyggðFréttir

Þeir sem þurfa að leiðrétta fjártölur eru beðnir að hafa samband við viðkomandi fjallskilanefndir fyrir 11. ágúst nk.Að öðrum kosti verður notast við hausttölur við ákvörðun fjallskila.

Helgin 9.-10. ágúst

DalabyggðFréttir

Um helgina verður árleg kvennareið, Hnúksneshátíð, Ólafsdalshátíð, tónleikar á Laugum og síðustu forvöð að sjá myndlistasýninguna Dalir og hólar- Litur.   Dalir og hólar 2014 Síðasta sýningarvika er nú á Dalir og hólar 2014. Þema sýningarinnar er litur. Sýningarstaðir eru Byggðasafn Dalamanna á Laugum í Sælingsdal, Skarðsstöð á Skarðsströnd, Ytri-Fagridalur á Skarðsströnd,Staðarhóll í Saurbæ, Ólafsdalur í Gilsfirði, gamla kaupfélagshúsið í …

Ólafsdalur

DalabyggðFréttir

Í Ólafsdal er tekið á móti gestum alla daga fram til 10. ágúst kl. 12 – 17. Ólafsdalshátíð verður sunnudaginn 10. ágúst. Ólafsdalur og sýningar 2014 Auk þess að skoða skólahúsið sjálft, jarðræktarminjar og fallega náttúruna er þar hægt að skoða sýningar í skólahúsinu. Sýning um Bændaskólann í Ólafsdal 1880-1907 og önnur um nám og störf kvenna í Ólafsdal. Myndlistasýningin …

Auðarskóli – laust starf

DalabyggðFréttir

Við Auðarskóla vantar kennara í um 75-80 % starf fyrir næsta skólaár. Um er að ræða kennslu á yngsta stigi. Til greina kemur að ráða leiðbeinanda til starfa. Áhugasamir hafi samband við Eyjólf Sturlaugsson skólastjóra í síma 899 7037 eða á netfangið eyjolfur @audarskoli.is

Sögustund með Einari

DalabyggðFréttir

Í tilefni af Sturluhátíð býður Hótel Edda á Laugum í Sælingsdal upp á sögustund með Einari Kárasyni þar sem hann mun tengja söguna við svæðið á sinn einstaka hátt. Sögustundin hefst klukkan 21 og er aðgangur ókeypis. Hótel Edda Laugum

Sturluhátíð

DalabyggðFréttir

Í tilefni þess að í ár eru liðin 800 ár frá fæðingu Sturlu Þórðarsonar sagnaritara og skálds er íbúum Dalabyggðar og gestum þeirra hér með boðið til Sturluhátíðar. Hátíðin fer fram í félagsheimilinu Tjarnarlundi í Saurbæ sunnudaginn 27. júlí og hefst kl. 13:30. Í lok hátíðarinnar, um kl. 15:30, verður haldið að Staðarhóli þar sem Sturla bjó um árabil og …

Dalamenn á frímerkjum

DalabyggðFréttir

Í 800 ára minningu Dalamannsins Sturlu Þórðarsonar sagnaritara á Staðarhóli verður gefið út sérstakt frímerki þann 11. september. Myndefni frímerkisins er Hákonar saga, stílfærður víkingahjálmur og fjarðurpennaoddur. Hönnuður merkisins er Örn Smári Gíslason. Og í 350 ára minningu Dalamannsins Árna Magnússonar handritasafnara verður sameiginleg útgáfa Íslands og Danmerkur á frímerki 28. ágúst. Myndefnin eru fengin úr handritum á Stofnun Árna …