Fasteignagjöld

DalabyggðFréttir

Álagning fasteignagjalda er nú lokið. Veittur er 5% staðgreiðsluafsláttur séu öll gjöld greidd í síðasta lagi 15. febrúar.

Kæruleiðir vegna álagningar

Álagning fasteignaskatts er kæranleg til yfirfasteignamatsnefndar og skal kæra borin fram innan þriggja mánaða frá álagningu. Álagning á sorphirðu- og sorpeyðingargjaldi er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá álagningu.

Frekari upplýsingar

Nánari upplýsingar um staðgreiðsluafslátt, bankarreikning og innheimtu veitir Ingibjörg Jóhannsdóttir bókari í síma 430 4700 kl. 9-13 eða á netfanginu ingibjorgjo@dalir.is.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei