Karlakórinn Lóuþrælar úr Húnaþingi vestra halda tónleika í Búðardal fimmtudaginn 27. mars kl. 21. Söngstjóri er Guðmundur St. Sigurðsson, undirleikari Elínborg Sigurgeirsdóttir og einsöngvari Guðmundur Þorbergsson. Aðgangseyrir er 3.000 kr (enginn posi) og frítt fyrir 14 ára og yngri.
Dalir og hólar – litir 2014
Óskað eftir uppástungum frá heimamönnum um sýningarstaði fyrir myndlistasýninguna DALIR og HÓLAR 2014. Myndlistasýningin DALIR og HÓLAR er nú í undirbúningi og verður þetta í 5. skipti sem sýningin er haldin. Sýningarnar draga nafn sitt af staðsetningu, Dalabyggð og Reykhólasveit, nánar tiltekið svæðinu við Breiðafjörð og í Dölum. Verkefnið byggist ekki síst á góðu samstarfi við heimamenn og aðila á …
Auðarskóli – skólaliði
Vegna forfalla vantar tímabundið skólaliða til starfa í grunnskóladeild Auðarskóla. Um er að ræða 75 % starf. Áhugasamir hafi samband við Eyjólf Sturlaugsson skólastjóra í síma 899 7037 eða á netfangið eyjolfur @audarskoli.is
Borgarafundur á Hótel Vogi
Trausti Bjarnason hefur boðað til almenns borgarafundar að Hótel Vogi á Fellsströnd, mánudaginn 24. mars næstkomandi klukkan 20. Fundarefni eru samgöngu-, raforku-, fjarskipta- og önnur mál. Boðaðir hafa verið á fundinn allir þingmenn Norðvesturkjördæmis ásamt fulltrúum frá Vegagerðinni, Rarik og aðilum sem hafa með fjarskiptamál svæðisins að gera. Íbúar Dalabyggðar og nærsveita eru hvattir til að mæta á fundinn og …
Jón frá Ljárskógum
Aldarafmælis Jóns frá Ljárskógum verður minnst í Dalabúð laugardaginn 29. mars næstkomandi milli klukkan 15:00 og 18:00. Dagskrá Myndasýning á tjaldi Hilmar B Jónsson sýnir um 50 myndir úr safni föður síns og eigin safni. Kaffiveitingar Kvenfélagið Þorgerður Egilsdóttir Tónlist Halldór Þ Þórðarson stjórnar Þorrakórnum. Lög og ljóð Jóns frá Ljárskógum Dallilja Sæmundsdóttir syngur nokkur lög Undirleikur Þorgeir Ástvaldsson Lestur …
Jóganámskeið
Jóganámskeið sem áttu að vera laugardaginn 22. mars með Þórdísi Eddu Guðjónsdóttur falla niður af óviðráðanlegum ástæðum.
Fjórgangur í Nesoddahöllinni
Hestamannafélagið Glaður stendur fyrir keppni í fjórgangi laugardaginn 22. mars kl. 13 í Nesoddahöllinni Búðardal. Keppt verður í barna-, unglinga-, ungmenna-, karla- og kvennaflokkum. Í barnaflokki verður keppt í hægu tölti, brokki, feti og fegurðartölti. Upplýsingar um skráningu er að finna á heimasíðu Glaðs. Síðasti dagur skráninga er miðvikudagurinn 19. mars og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. Aðalfundur Glaðs …
Sveitarstjórn Dalabyggðar 110. fundur
110. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 20. mars 2014 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál – umsagnir og vísanir 1. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi – Aðalfundarboð 2. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. – Aðalfundarboð Fundargerðir til staðfestingar 3. Byggðarráð Dalabyggðar – 138. fundur 4. Byggðarráð Dalabyggðar – 139. fundur 5. Byggðarráð Dalabyggðar – 140. fundur 5.1. …
Hjóna – og paranámskeið
Mæðgurnar Hrefna Hugosdóttir hjúkrunarfræðingur og fjölskyldumeðferðarfræðingur og María Játvarðardóttir félagsráðgjafi MA halda hjóna og paranámskeið í matsal Reykhólaskóla mánudagskvöldin 17. og 24. mars kl. 20:30 – 22. Markmið með námskeiðinu er að styrkja og efla hjónabönd og parsambönd. Áhersla er á að fyrirbyggja vandamál og ekki þurfa að vera vandamál til staðar til að fólk mæti. Markmiðið er að gera …
Rekstur Leifsbúðar
Valdís Gunnarsdóttir hefur tekið að sér rekstur upplýsingarmiðstöðvar í Leifsbúð, umsjón með húsinu og sýningum. Valdís hefur þegar tekið við rekstrinum og mun opna húsið fyrrihluta aprílmánaðar. Valdís mun sjá um samskipti Dalabyggðar við Markaðsstofu og Upplýsingamiðstöð Vesturlands. Ferðaþjónustuaðilar í Dalabyggð eru hvattir til að setja sig í samband við Valdísi og koma til hennar upplýsingum um starfsemi sína.