Dalas Arnas Magnenus Isla Island

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 8. ágúst kl. 21 verður Már Jónsson með erindi um Árna Magnússon handritasafnara og síðan munu Steindór Andersen og Kjartan Sveinsson kveða úr rímum Áns bogsveigis. Dagskráin verður í Gyllta salnum á Laugum í Sælingsdal. Þegar Árni Magnússon, síðar prófessor og skjalaritari konungs, innritaðist þrítugur við háskólann í Leipzig haustið 1694 lét hann færa sig til bóka sem Dalas …

Halla formaður byggðarráðs

DalabyggðFréttir

Á fundi byggðarráðs Dalabyggðar 16. júlí sl. var Halla Steinólfsdóttir kjörinn formaður ráðsins, Ingveldur Guðmundsdóttir varaformaður og Guðrún Jóhannsdóttir ritari.

Sumarlokun skrifstofu

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Dalabyggðar að Miðbraut 11 verður lokuð frá kl. 12 vikuna 22. – 26. júlí í sumar.

Dreifnám í Dölum

DalabyggðFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar og Dalabyggð hafa gert með sér samkomulag um að hefja rekstur framhaldsdeildar í Dalabyggð nú í haust og hafa Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari og Sveinn Pálsson sveitarstjóri undirritað samning þess efnis. Menntaskólinn mun sjá um dreifnámskennslu í framhaldsdeild í Búðardal á komandi skólaári og Dalabyggð leggur til húsnæði og nauðsynlegan búnað. Jenny Nilson hefur verið ráðin sem umsjónarmaður dreifnámsins. …

Sýningar í Röðli

DalabyggðFréttir

Í samkomuhúsinu Röðli á Skarðsströnd verða þrjár sýningar í sumar. Opið verður daglega fram á haust. Þar sem engin lýsing er í húsinu eru opnunartímar frá sólarupprás til sólarlags. Sýningar um Umf. Tilraun/Vöku og samkomuhald í Röðli frá fyrra ári eru aftur komnar upp. Er það samstarfsverkefni Röðuls, Héraðsskjalasafns Dalasýslu og Byggðasafns Dalamanna með styrk frá Menningarráði Vesturlands. Þá er …

Nám og störf kvenna í Ólafsdal

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 13. júlí kl. 14 verður opnuð í Ólafsdal ný sýning á efri hæð skólahússins. Sýningin fjallar um nám og störf kvenna í Ólafsdal á dögum fyrsta búnaðarskólans á Íslandi. Sigríður Hjördís Jörundsdóttir mun spjalla um efni sýningarinnar við opnun. Sýningin er samstarfsverkefni Ólafsdalsfélagsins og Byggðasafns Dalamanna. Í skólahúsinu verður þennan sama dag opnuð kynning á verkefni um matarhefðir við …

Ellen og Eyþór á Laugum

DalabyggðFréttir

Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson koma fram á Hótel Eddu á Laugum fimmtudaginn 11. júlí kl. 20:30. Á tónleikunum munu þau hjónin flytja nokkur þekktustu lög Ellenar ásamt öðrum dægurlagaperlum. Áður en tónleikarnir hefjast verður boðið upp á kvöldverð að hætti hússins, lambafille með kartöflumús, Jerúsalem ætiþistlum, vínberjum og möndlum á 4.600 kr. Einnig verða á boðstólum Dalaostar. Salurinn verður …

Friðarhlaupið

DalabyggðFréttir

Friðarhlaupið hófst 20. júní í Hljómskálagarðinum í Reykjavík og lýkur 12. júlí. Hlaupið verður hér í Dölum sunnudaginn 7. júlí. Alþjóðlegur hópur hlaupara bera logandi friðarkyndil á milli byggða og gefst öllum tækifæri á að taka þátt í hlaupinu. Hlaupið er boðhlaup og geta því allir fundir vegalengd við sitt hæfi. UDN skipuleggur mótttökur í Reykhólasveit og Dölum. Sunnudaginn 7. …

Sumarlokun Hárstofunnar

DalabyggðFréttir

Hárstofan verður lokuð vegna sumarleyfa frá fimmtudeginum 4. júlí til og með þriðudagsins 16. júlí.

Rotþróahreinsun

DalabyggðFréttir

Hreinsun rotþróa fer fram á næstu dögum. Gert er ráð fyrir að rotþrær séu almennt hreinsaðar á þriggja ára fresti og hefur sveitarfélagið séð um hreinsun frá árinu 2009. Hafi einhverjir orðið útundan við hreinsun áranna 2010-2012 eða að þörf er fyrir aukalosun, skulu viðkomandi hafa samband við Viðar í síma 894 0013 eða á netfangið vidar@dalir.is hið fyrsta. Vakin …