Ýmislegt er um að vera í Dölum yfir páska. Það helsta úr dagskránni má lesa um hér að neðan. Þriðjudagur 5. apríl Páskabingó Kvf. Þorgerðar Egilsdóttur Kvenfélagið Þorgerður Egilsdóttir heldur sitt árlega páskabingó þriðjudaginn 3. apríl kl. 17 í Dalabúð. Vinningar eru páskaegg af ýmsum stærðum og gerðum. Miðvikudagur 4. apríl Kyrrðarstund á Silfurtúni Miðvikudaginn 4. apríl kl. 16:30 verður …
Aðstoðarmatráður Silfurtúni
Óskað er eftir aðstoðarmatráði í mötuneyti Silfurtúns frá 1. maí 2012 til 1. mars 2013. Um er að ræða 70% starf. Laun eru samkvæmt kjarasamningi SDS og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Pálsson sveitarstjóri í síma 430 4700 eða Eyþór Gíslason í síma 898 1251. Umsóknir sendist á netfangið sveitarstjori@dalir.is eða á skrifstofu Dalabyggðar, bt. sveitarstjóri, Miðbraut 11, …
Hvalir á Hvammsfirði – fyrsti apríl
Mikil loðna hefur verið á Breiðafirði undanfarið og hefur hún m.a. gengið inn á Hvammsfjörð. Í kjölfar loðnunnar hefur sést til hvala hér á Hvammsfirði. Hvalir eru ekki algeng sjón í Hvammsfirði, en þó rak einn á land við Magnússkóga á gamlársdag 1934. Halldór Guðmundsson bóndi í Magnússkógum fann þar hvalinn fastan í íshrönn. Var hvalurinn um þrír og hálfur …
Árshátíð Auðarskóla
Fimmtudaginn 29. mars verður árshátíð Auðarskóla haldin í Dalabúð og hefst kl. 18. Því verður heimakstri nemenda flýtt um klukkustund á fimmtudag og fara skólabílar úr Búðardal kl. 14 þann dag. Yngstu nemendurnir hefja dagskrána og síðan koll af kolli. Kaffiveitingar eru í boði foreldra að lokinni skemmtidagskrá og diskótek til kl. 23 fyrir þá sem vilja. Áætlað er að …
Sambandsþing UDN 2012
91. sambandsþing UDN verður haldið að Staðarfelli þriðjudaginn 27. mars. Dagskrá 1. Þingsetning 2. Kosning Þingforseta 3. Kosning starfsmanna þingsins, 2 fundarritarar og þriggja manna kjörbréfanefnd 4. Skýrsla stjórnar, kynning 5. Álit kjörbréfanefndar 6. Ársreikningur ársins 2011 kynntur 7. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga, reikningar bornir upp til samþykktar 8. Ávörp gesta 9. Íþróttamaður UDN 10. Tillögur lagðar fram …
Helgin 24.-25. mars
Um helgina verður ýmislegt um að vera hér í Dölum. Á laugardag verður skólaþing Auðarskóla og karlakórinn Heimir kemur í heimsókn. Á sunnudag eru síðan vetrarleikar Glaðs. Skólaþing Auðarskóla Skólaþing Auðarskóla verður laugardaginn 24. mars í Dalabúð og hefst kl. 10. Tilgangur þingsins er að auka samræðu í samfélaginu um skólamál, efla skólastarf og afla upplýsinga sem nýtast í starfi …
Karlakórinn Heimir
Karlakórinn Heimir úr Skagafirði verður með tónleika í Árbliki laugardaginn 24. mars, kl. 20:30. Á dagskrá kórsins er m.a. útsetning Páls Pampicklers Pálssonar á Sprengisandi Kaldalóns, Dýravísur Jóns Leifs og Ferðasálmur Hallgríms Péturssonar í útsetningu Smára Ólafssonar, Kvöldvísa Hallgríms Péturssonar í karlakórsútsetningu Tryggva Baldvinssonar og margt fleira. Aðgangseyrir er 3.000 kr. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu kórsins. Karlakórinn Heimir
Menningarráð Vesturlands
Menningarráð Vesturlands auglýsir í fyrsta sinn eftir umsóknum um stofn- og rekstrarstyrki. Umsækendur geta verið félög, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á svæðinu. Umsækendur verða að geta sýnt fram á fleiri fjárhagslega bakhjarla en Menningarráð Vesturlands. Styrkir ráðsins geta aldrei numið hærri fjárhæð en helmingi alls kostnaðar. Menningarráð hefur ákveðið að þeir aðilar hafi forgang sem stuðla að því að efla …
Sveitarstjórn Dalabyggðar
84. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 20. mars 2012 og hefst kl. 18:00. Dagskrá Almenn mál 1. Ástand gróðurs á Ljárskógaheiði 2. Lánasjóður sveitarfélaga – aðalfundur 23.3.2012 Almenn mál – umsagnir og vísanir 3. Frumvarp til breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs4. Endurnýjun á rekstrarleyfum. Fundargerðir til staðfestingar5. Menningar- og ferðamálanefnd – 356. Menningar- og …
Skólaþing Auðarskóla 2012
Skólaþing Auðarskóla verður laugardaginn 24. mars kl. 10 í Dalabúð. Tilgangur þingsins er að auka samræðu í samfélaginu um skólamál, efla skólastarf og afla upplýsinga sem nýtast í starfi skólans og stefnumótun sveitarfélagsins. Foreldrar sérstaklega hvattir til að mæta. Þingið er öllum opið sem áhuga hafa á skólamálum í sveitarfélaginu. Vikuna fyrir þingið munu nemendur í eldri bekkjardeildum skólans þinga …