Dagur hinna villtu blóma

DalabyggðFréttir

Dagur hinna villtu blóma ber í ár upp á sunnudaginn 16. júní.
Komin er hefð fyrir blómagöngu þennan dag í Dölum og að þessu sinni verður farið frá skólahúsinu í Ólafsdal kl. 14 og gengið niður að tóvinnuhúsinu og aftur að skólahúsinu.
Frítt er í gönguna og allt áhugafólk um villt blóm velkomið með í för. Klæðnaður í samræmi við veður.
Halla Steinólfsdóttir fer fyrir göngunni sem fyrri ár.

Dagur hinna villtu blóma

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei