17. júní hátíðarhöld

DalabyggðFréttir

Hefðbundin hátíðarhöld verða í Búðardal og í Saurbænum á þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Þjóðhátíðardaginn 17. júní verður safnast saman við Silfurtún kl. 14:00 Börnin fá þar fána og blöðrur.
Skrúðganga verður að Dalabúð. Hefðbundin hátíðardagskrá: ávarp fjallkonunnar, hátíðarræða og hoppukastalar fyrir börnin.
Miðdegiskaffi verður í Dalakoti.
Raggi Bjarna ásamt nokkrum Dalamönnum verða í Dalabúð kl 17:00 og taka góða sveiflu og rifja upp gamla takta frá sveitaböllunum. Þessi viðburður var auglýstur sem atriði á Jörfagleði í ár en var frestað vegna óviðráðanlegra ástæðna.
Hefðbundin 17. júní hátíðarhöld verða í Saurbænum að vanda.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei