Lóuþrælar í Dalabúð

DalabyggðFréttir

Fimmtudagskvöldið 15. mars mun karlakórinn Lóuþrælar halda tónleika í Dalabúð og hefjast þeir kl. 21. Þetta starfsárið er kórinn með á lagalista sínum dægurlög samin af ýmsum þekktum höfundum og flutt af frægustu tónlistarmönnum heims og Íslands. Til að flytja þessi lög í þeim úgáfum sem ákveðnar voru þarf hljómsveit til að spila með kórnum.Hljómsveitina skipa Skúli Einarsson trommur, Kristján …

Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla heldur þriðju og jafnframt sína síðustu félagsvist þennan veturinn föstudaginn 16. mars í Árbliki kl. 20:30 Aðgangseyrir er 800 kr, kaffi og meðlæti innifalið. Frítt fyrir 14 ára og yngri.

Dalir og Hólar 2012

DalabyggðFréttir

Dalir og Hólar munu efna til sýninga á svæðinu Dalabyggð – Reykhólasveit sumarið 2012. Leitað er eftir hugmyndum og uppástungum um áhugaverða staði á svæðinu sem gætu virkað sem sýningarrými. Myndlistamenn munu vinna út frá náttúru og menningu Dalabyggðar og Reykhólasveitar sem mynda umgjörð um sýninguna. Prentuð verður sýningarskrá sem jafnframt er leiðsögukort um svæðið. Viðfangsefni sýningarinnar að þessu sinni …

Smáskipanám á Hólmavík og Reykhólum

DalabyggðFréttir

Fræðslumiðstöð Vestfjarðar ætlar að að bjóða upp á svokallað smáskipanám (sem áður var gjarnan nefnt „pungapróf“) á Hólmavík og Reykhólum á næstunni. Þeir sem ljúka slíku námi, sem er samkvæmt reglugerð nr. 175/2008 um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum og aðalnámsskrá framhaldsskóla – skipstjórnarnám frá júlí 2009, öðlast rétt til að fá útgefið skírteini sem skipstjóri/stýrimaður …

Fjórgangur – Glaður

DalabyggðFréttir

Hestamannafélagið Glaður heldur mót í fjórgangi í Nesoddahöllinni, laugardaginn 10. mars kl. 14. Keppt er í barna-, unglinga-, ungmenna- og opnum flokkum. Tekið er við skráningum til og með fimmtudeginum 8. mars. Skráningargjald er 1.000 kr. Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu Glaðs

Skátar safna fyrir ABC

DalabyggðFréttir

Skátar úr skátafélaginu Stíganda standa fyrir söfnun ABC barnahjálpar fimmtudaginn 1. mars frá kl. 14 í Búðardal. Börnin hjálpa börnum þar sem safnað er fyrir götubörn í Kenýa. Peningarnir sem safnast verða notaðir til þess að halda áfram með byggingu nýrrar heimavistar fyrir götubörn í Nairobi. Einnig verður byggður lítill skóla fyrir Maasai börn, sem búa á sléttunni við Kilimanjaro …

Íbúð til leigu

DalabyggðFréttir

Íbúðin að Sunnubraut 1a í Búðardal er laus til leigu. Íbúðin er 4 herberja um 102,5 m2. Umsóknareyðublað og reglur um úthlutun leiguíbúða eru á vef Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til 5. mars nk. Sveitarstjóri Dalabyggðar

Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Önnur félagsvist vetrarins hjá Kvenfélaginu Fjólu verður haldin föstudaginn 2. mars í Árbliki kl. 20:30. Aðgangseyrir er 800 kr og er kaffi og meðlæti innifalið. Frítt er fyrir 14 ára og yngri.

Mottumarz

DalabyggðFréttir

Meira en sjö hundruð karlar greinast ár hvert með krabbamein. Rannsóknir sýna að með forvörnum og heilbrigðu lífi er hægt að koma í veg fyrir eitt af hverjum þremur tilfellum. Mottumars 2012 hefst næsta fimmtudag og eru allir sem geta hvattir til þátttöku. Með því að safna skeggi er sýnd samstaða og um leið safnað áheitum til styrktar málefninu. Átakið …

Rekstur fyrirtækja á landsbyggðinni, tækifæri eða tálmanir?

DalabyggðFréttir

Í tengslum við atvinnusýninguna í Borgarbyggð verður málstofa með yfirskriftinni „Rekstur fyrirtækja á landsbyggðinni, tækifæri eða tálmanir?“ laugardaginn 25. febrúar, kl. 10:35 í Hjálmakletti, Borgarnesi. Fyrir málstofunni stendur Rótarýklúbbur Borgarness í samstarfi við Borgarbyggð, Menntaskóla Borgarfjarðar og SSV þróun og ráðgjöf. Dagskrá málstofunnar Kl. 10:35 Setning málstofu. Magnús B. Jónsson forseti Rótarýklúbbs Borgarness Kl. 10:40 Atvinnurekstur á landsbyggðinni. Sjöfn Sigurgísladóttir, …