Hrossaræktarsamband Dalamanna

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Hrossaræktarsambands Dalamanna verður haldinn í Leifsbúð miðvikudaginn 23. nóvember kl. 20. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Deiliskipulagstillaga fyrir Glæsisvelli Sauðafelli.

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 15. nóvember 2011 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í landi Sauðafells í Miðdölum, Dalabyggð skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan tekur til 13 ha svæðis fyrir frístundarbyggð á jörðinni Sauðafelli þar sem gert er ráð fyrir 10 frístundarlóðum, en þegar er búið að byggja á tveimur lóðanna. Landið liggur á sléttri eyri fyrir …

Leikklúbbur Laxdæla

DalabyggðFréttir

Leikklúbbur Laxdæla varð 40 ár fyrr á þessu ári. Af því tilefni stendur félagið fyrir dagskrá frá föstudegi til mánudags. Leiksýning, opið hús, skemmtun og dansleikur. Leikklúbbur Laxdæla verður með opið hús í híbýlum félagsins í Dalabúð laugardaginn 10. nóvember kl. 14-17. Þar verður myndasýning, hægt verður að skoða leikmuni, búninga og fleira. Og að sjálfsögðu kaffi á könnunni. Á …

Folaldasýning

DalabyggðFréttir

Á laugardaginn stóð Hrossaræktarsamband Dalamanna fyrir folaldasýningu í Nesoddahöllinni. Góð mæting var bæði af folöldum og áhorfendum. Sýnd voru 19 folöld, 13 hestfolöld og 6 merarfolöld. Hestfolöld 1. Ónefndur frá Hóli í Hörðudal. Móvindóttur. Eigandi og ræktandi: Guðmundur Guðbrandsson á Hóli. F. Stefnir frá Búðardal. M. Gjósta frá Hóli. 2. Fjarki frá Vatni. Bleikblesóttur. Ræktandi: Sigurður Jökulsson á Vatni. Eigandi: …

Stóra-Vatnshornskirkja 40 ára

DalabyggðFréttir

Stóra-Vatnshornskirkja var vígð 15. ágúst 1971 af herra Sigurbirni Einarssyni þáverandi biskup. Haldið verður upp á 40 ára vígsluafmælið með guðþjónustu sunnudaginn 20. nóvember kl. 14. Eftir að gamla kirkjan frá 1877 var dæmd óhæf til viðgerðar var ný kirkja byggð á árunum 1965-1971. Klukknaportið var síðan reist árið 1974. Bjarni Óskarsson byggingarfulltrúi Vesturlands teiknaði kirkjuna. Yfirsmiðir voru Davíð Jensson, …

Þéttbýlin í dreifbýli Vesturlands

DalabyggðFréttir

Ráðstefna um þéttbýlin á Vesturland verður fimmtudaginn 17. nóvember kl. 13-17. Fyrir ráðstefnunni standa Menningarráð Vesturlands, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Háskólinn á Bifröst. Ráðstefnustjórar verða Ragnar Frank Kristjánsson og Halla Sigríður Steinólfsdóttir fulltrúar í Menningarráði Vesturlands. Dagskrá Kl. 13:00 Ávarp. Ágúst Sigurðsson rektor LbhÍ Kl. 13:05 Setning. Jón Pálmi Pálsson formaður Menningarráðs Vesturlands. Kl. 13:10 (Há)skóli framtíðarinnar. Jón Torfi Jónasson …

Völuspá og Prumphóllinn

DalabyggðFréttir

Foreldrafélag Auðarskóla stendur fyrir tveimur leiksýningum frá Möguleikhúsinu sem sýndar verða í Dalabúð. Sýningar eru á skólatíma svo allir nemendur eiga kost á að sjá þær. Fyrri sýningin er Völuspá eftir Þórarinn Eldjárn og er ætluð 6. – 10. bekk. Hún verður sýnd föstudaginn 18. nóvember kl. 11. Völuspá Þórarins byggir á hinni fornu Völuspá og veitir sýn inn í …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

80. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 15. nóvember 2011 og hefst kl. 17:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá 1. Skýrsla sveitarstjóra Fundargerðir til staðfestingar 2. Fundargerð 96. fundar byggðarráðs frá 8.11.2011.• Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2011.• Gjaldskrár – gögn í fundarboði byggðarráðs.• Fjárhagsáætlun 2012 – fyrri umræða – gögn í fundarboði byggðarráðs.• Earth Check.• Verklagsreglur um starfsemi leikskóla.• Styrkumsókn félags eldri …

Norræni skjaladagurinn

DalabyggðFréttir

Í tilefni norræna skjaladagsins laugardaginn 12. nóvember er opið hús hjá Héraðsskjalasafni Dalasýslu kl. 13-18 á annarri hæð stjórnsýsluhússins. Þar verður lítil sýning tengd þema dagsins „Verslun og viðskipti“. Á sameiginlegum vef skjaladagsinsmá finna fjölbreytt framlög héraðsskjalasafna og Þjóðskjalasafns tengd verslun og viðskiptum alls staðar af landinu. Einnig er hægt að lesa efni frá eldri skjaladögum. Annað af framlögum Héraðsskjalasafns …

Frá Leikfélagi Laxdæla

DalabyggðFréttir

Fyrir 40 árum sýndi Leikfélag Laxdæla sitt fyrsta verk og heldur því upp á afmælið sitt nú um þessar mundir. Af því tilefni ætlar félagið að frumsýna leikverkið Skóarakonuna dæmalausu eftir Frederico Garcia Lorca, föstudaginn 18. nóvember nk. Leikarar æfa nú stíft og má búast við góðri sýningu líkt og áður. Stefnt er að því að gefa út veglegan bækling …