Hestaþing Glaðs

DalabyggðFréttir

Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal helgina 15. – 16. júní. Mótið er jafnframt úrtaka fyrir Fjórðungsmót Vesturlands.
Á laugardeginum kl. 10 hefjast forkeppnir; í tölti, barna-, unglinga- og ungmennaflokkum, A og B flokkum gæðinga og B úrslit í tölti. Dagskráin hefst kl. 10.
Á laugardagskvöldið kl. 20 hefjast kappreiðar; 150 m skeið, 250 m brokk, 250 m skeið, 250 m stökk. Einnig verða A úrslit í tölti og ræktunarbússýningar.
Á sunnudeginum kl. 13 hefjast B úrslit í A og B flokkum gæðinga, úrslit barna-, unglinga- og ungmennaflokkum og A úrslit í A og B flokkum gæðinga. Einnig verður 100 m skeið.
Peningaverðlaun eru í töltinu og í öllum greinum kappreiða. Mótið er opið öllum.
Upplýsingar um skráningu er að finna á heimasíðu Glaðs. Ráslistar verða birtir á heimasíðu Glaðs fimmtudagskvöldið 13. júní.

Hestamannafélagið Glaður

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei