Lífsbjörg undir Jökli

DalabyggðFréttir

24 stunda sólstöðu- og áheitaganga verður um þjóðgarðinn Snæfellsjökul 22.-23. júní. Gengið verður í slóð verndarans Bárðar Snæfellsáss og safnað áheitum í þágu björgunarsveitarinnar Lífsbjargar.
Gangan hefst í Dritvík þar sem Bárður tók land og endar 24 tímum síðar í Tröðinni á Hellissandi.
Sólstöðugöngur hafa tíðkast á Snæfellsjökul á undaförnum árum. Á síðasta ári var gengið undir yfirskriftinni Lífsást undir Jökli, en nú þykir vel við hæfi að beina athyglinni að lífsbjörginni.
Ekki er skilyrði að ganga alla leiðina heldur er hægt að velja sér hluta leiðarinnar. Nánari upplýsinga er að finna á heimasíðu Go West.

Jónsmessuganga

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei