Bæjarhreinsun í Búðardal

DalabyggðFréttir

Árleg bæjarhreinsun skátafélagsins Stíganda verður í Búðardal fimmtudaginn 16. maí með mætingu við Dalabúð kl. 15:30.
Skipt verður upp í hópa og gengið á alla staði í þorpinu og meðfram veginum að ristahliðum. Gott er að hafa fullorðna með í hverjum hóp.
Áhugasamir íbúar geta líka mætt og tekið sérstök svæði.
Á staðnum verða einnota hanskar og plastpokar. Gott er að mæta í vinnufötum við hæfi.
Margt smátt gerir eitt stórt. Allir eru velkomnir og íbúar hvattir til að nota tækifærið og snyrta umhverfi sitt. Hreint land, fagur land.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei