Bátadagar á Breiðafirði

DalabyggðFréttir

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar (FÁBB) gengst fyrir sjöttu bátahátíð súðbyrtra trébáta á Breiðafirði 6. – 7. júlí í sumar.
Þáttakendur safnast saman með báta sína á Reykhólum föstudaginn 5. júlí og farið verður yfir leiðarlýsinguna.
Laugardaginn 6. júlí verður siglt frá Reykhólahöfn kl. 10 og siglt með Reykjanesi um Staðareyjar og inn Þorska-, Gufu- og Djúpafirði. Áð við Teigsskóg og síðan siglt til Staðar á Reykjanesi og lýkur ferð dagsins þar.
Sunnudaginn 7. júlí verður farið kl. 10 frá Stað og siglt út í Sviðnur og deginum eytt með heimafólki sem fræðir um eyjuna og sögu hennar. Siglt til baka til Staðar og eru þar ferðalok.
Gera má ráð fyrir að ferðin taki 6-8 klst. hvorn dag.
Sjávarföll og veður ráða mestu um hvernig siglingar verða og áætlunin getur því breyst ef aðstæður krefjast. Siglingin verður undir stjórn manna sem þekkja vel til aðstæðna við Breiðafjörð.
Frekari upplýsingar veita Sigurður Bergsveinsson, netfang sberg@isholf.is eða sími 893 9787 og Hafliði Aðalsteinsson, netfang haflidia@centrum.is eða sími 898 3839.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei