Sumarstörf hjá Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Sumarstörf hjá Dalabyggð eru laus til umsóknar. Á Silfurtúni vantar í afleysingar, flokkstjóra í vinnuskólann og unglinga í vinnuskólann.

Vinnuskóli Dalabyggðar

Vinnuskólinn verður starfræktur frá 10. júní til 31. júlí og er fyrir unglinga fædda árin 1997 – 2000.
Daglegur vinnutími verður kl. 8-12 og 13-15 fimm daga vikunnar fyrir elstu börnin en fjóra fyrir hin yngri.
Umsóknareyðublöð má finna á vef Dalabyggðar og á skrifstofu Dalabyggðar.
Umsóknarfrestur er til 17. maí 2013.

Flokksstjóri vinnuskóla

Starf flokksstjóra við Vinnuskóla Dalabyggðar er laust til umsóknar.
Æskilegt er að umsækjandi sé 20 ára eða eldri, hafi reynslu af því að að vinna með börnum og hafi bíl til umráða.
Umsóknareyðublöð eru á www.dalir.is og á skrifstofu Dalabyggðar.
Umsóknarfrestur er til 17. maí 2013

Silfurtún

Óskað er eftir sumarstarfsfólki á Silfurtún sumarið 2013. Um er að ræða afleysingarstarf í sumar og fram á haust.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi SDS og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar veitir Eyþór J Gíslason rekstrarstjóri í síma 898 1251. Umsóknir sendist á netfangið silfurtun@dalir.is
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei