Glaður – námskeið

DalabyggðFréttir

Hestamannafélagið Glaður stendur fyrir fjögurra tíma námskeiði með Guðmundi Margeiri Skúlasyni dagana 9. og 10. júní.
Áætlað er að hafa 3-4 nemendur saman í hóp. Námskeiðsgjald ræðst af þátttöku en ekkert námskeið verður ef lítil þátttaka verður.
Mummi verður svo einnig með fræðsluerindi um lög og reglur í gæðingakeppni og um útfærslur á sýningum. Aðgangseyrir 500 kr. fyrir fullorðna, en frítt fyrir börn og unglinga. Fræðsluerindið verður sunnudagskvöldið 9. júní en nánari upplýsingar um tíma og staðsetningu verða veittar við skráningu.
Síðasti skráningardagur á námskeiðið og fræðsluerindið er í dag, mánudaginn til 3. júní. Nánari upplýsingar um skráningu ofl. er á heimasíðu Glaðs.

Glaður

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei