Aðalfundur SDS

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsnessýslu verður haldinn í Leifsbúð í Búðardal laugardaginn 8. október kl. 17. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Að fundi loknum verður borinn fram veglegur kvöldverður og skemmtiatriði. Félagsmenn þurfa að tilkynna þátttöku hjá trúnaðarmanni eða hafið samband við skrifstofu félagsins með a.m.k. viku fyrirvara. Síminn á skrifstofu er 436 1077 og netfangið dalaogsnae@gmail.com.

Félagsstarf eldri borgara

DalabyggðFréttir

Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi verður að vanda með öflugt starf nú á haustmánuðum. Eitthvað um að vera flesta virka daga vikunnar. Á mánudögum er gönguferð sem endar í Rauða Kross húsinu með kaffisopa og spjalli kl. 10:30-11:30. Á þriðjudögum er samvera í Rauða Kross húsinu frá kl. 13.30, utan þriðjudagsins 18. október þegar hún verður í Króksfjarðarnesi. …

Ungmennabúðir á Laugum

DalabyggðFréttir

Ungmennabúðirnar á Laugum eru nú með nýja heimasíðu og er þar hægt að kynna sér starfsemina. Auk fb-síðunnar. Vetrarstarfsemin er nú hafin og fyrstu skólarnir komnir. Nýr ævintýra- og þrautagarður var settur upp í sumar af sjálfboðaliðum, auk annarra endurbóta á staðnum. Auk starfseminnar á Laugum er farið í Erpsstaði, Eiríksstaði og Stóra-Vatnshorn.

Réttarmyndir

DalabyggðFréttir

Nýjar myndir frá Tona úr réttum síðustu daga má nú finna í myndasafninu.

Félagsleg liðveisla

DalabyggðFréttir

Starfsmaður óskast í félagslega liðveislu í Búðardal. Vinnutími er mánudaga-fimmtudaga kl. 15-17 og þrjá föstudaga í mánuði kl. 12-17. Starfshlutfall er um 27%. Laun skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og SDS. Ráðið verður í starfið frá 19. september 2011 eða eftir samkomulagi. Umsóknir sendist á netfangið sveitarstjori@dalir.is eða á skrifstofu Dalabyggðar, bt. sveitarstjóra, Miðbraut 11, 370 Búðardal. Nánari upplýsingar veitir …

Réttarball í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Eins og jafnvel hinir elstu menn muna voru haldin alræmd réttarböll í Tjarnarlundi um réttarhelgina. Með breyttri starfsemi verður sá menningarviðburður aftur upp tekinn nú í haust. Réttarball verður sem sagt haldið í Tjarnarlundi laugardaginn 17. september kl. 23 með hljómsvetinni Mónó.Miðaverð er 2.000 kr. og aldurstakmark 16 ára.

Tómstundir haust 2011

DalabyggðFréttir

Tómstundabæklingur fyrir Dalabyggð haustið 2011 er nú komin út. Sami háttur verður hafður á og síðastliðið vor að hann er eingöngu gefinn út hér á vefnum. Má finna hann undir liðnum Mannlíf hér að ofan. Leiðréttingum, viðbótum og öðrum athugasemdum skal komið til Svölu Svavarsdóttur.

Fjallskil 2011

DalabyggðFréttir

Fjallskilanefndir hafa nú allar skilað fjallskilaseðlum og er hægt að nálgast þá undir liðnum fjallskil í stjórnsýsluhlutanum. Einnig er hægt að nýta sér flýtileiðir hér til hægri. Almennt eru fyrsta leit laugardaginn 17. september og réttir helgina 17.-18. september. Önnur leit er laugardaginn 1. október og skilaréttir helgina 1.-2. október. Réttir í Dalabyggð 2011 Lögrétt Dagsetning Kl. Réttarstjóri Kirkjufellsrétt 17. …

Ólafsdalsnámskeið

DalabyggðFréttir

Nú er námskeiðum á vegum Ólafsdalsfélagsins lokið. Þátttaka var góð og tókust þau á allan hátt með ágætum. Á námskeiðunum var blanda af heimamönnum og lengra að komnum að læra um grænmeti, söl, þang, ostagerð og hleðslur. Í myndasafni má sjá myndir frá námskeiði í grjót- og torfhleðslu. Myndirnar tók Steinþór Logi Arnarsson í Stórholti og Rögnvaldur Guðmundsson formaður Ólafsdalsfélagsins.

Kómedíuleikhúsið

DalabyggðFréttir

Haustleikferð Kómedíuleikhússins hefst í Leifsbúð föstudaginn 9. september kl. 20. Sýnd verða leikritin „Jón Sigurðsson strákur að vestan“ og „Bjarni á Fönix“. Aðgangseyrir er 1.900 kr. Jón Sigurðsson strákur að vestan Sómi Íslands sverð og skjöldur. Frelsishetjunna Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri þekka allir og þá einkum afrek hans í Danaveldi. En hver var Jón Sigurðsson og hvaðan kom hann? Hvað …