Laust starf skólaliða

DalabyggðFréttir

Skólaliða vantar í 68,75% starf við leikskóladeild Auðarskóla. Vinnutími er frá 11.30 – 17.00. Næsti yfirmaður er aðstoðarleikskólastjóri. Á starfsviði skólaliða er vinna við þrif, í eldhúsi og þvottahúsi, við afleysingar í forföllum og ýmis önnur störf. Þrif Skólaliðin sér um öll hefðbundin dagþrif á leikskólanum. Þrifin fara fram þegar einstök svæði eru ekki í notkun. Aðstoðarleikskólastjóri og skólaliði gera …

Málþing um eflingu sveitarstjórnarstigsins

DalabyggðFréttir

Málþing um eflingu sveitarstjórnarstigsins verður haldið föstudaginn 10. febrúar í Háskólanum á Akureyri klukkan 11:00 til 15:30. Málþingið er í samvinnu nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins, Innanríkisráðuneytisins og Háskólans á Akureyri. Dagskrá 11:00 Ráðstefnugestir boðnir velkomnir: Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri. 11:05 Setning: Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flytur ávarp. 11:20 Ávarp: Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. 11:30 Frá starfi …

Styrkir til atvinnumála kvenna

DalabyggðFréttir

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna er velferðarráðherra veitir árlega. Styrkir þessir hafa verið veittir síðan árið 1991 og er markmið þeirra að efla atvinnulíf og auka aðgengi kvenna að fjármagni. Til ráðstöfunar að þessu sinni eru 30 milljónir og er hámarksstyrkur að þessu sinni kr. 3.000.000. Sérstök ráðgjafanefnd metur umsóknir og er umsóknarfrestur til …

Syngjandi konur á Vesturlandi

DalabyggðFréttir

Öllum syngjandi konum á Vesturlandi er velkomið að taka þátt í vinnuhelgi með Kristjönu Stefánsdóttur, djasssöngkonu helgina 3.-4. mars í Hjálmkletti í Borgarnesi. Markmiðin eru að efla söng og þjálfun meðal kvenna á Vesturlandi, hvetja ungar konur til að ganga til liðs við kóra,kalla til samstarfs konur víðsvegar að úr landshlutanum, gefa konum sem syngja í blönduðum kórum kost á …

Reiðnámskeið Glaðs

DalabyggðFréttir

Skráningarfrestur á reiðnámskeið Glaðs er til 20. janúar. Kennt verður einu sinni í viku í klukkutíma í senn. Reiðkennslan verður á virkum dögum, seinni part dags og byrjar í vikunni 30. janúar – 3. febrúar. Kennt verður fram í byrjun maí. Nánari upplýsingar um skráningu og verð má finna á heimasíðu Glaðs. Það verður raðað í hópa eftir aldri og …

Þorrablót Stjörnunnar

DalabyggðFréttir

Fimmtugasta þorrablót ungmennafélagsins Stjörnunnar verður haldið í Tjarnarlundi laugardaginn 28. janúar. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald hefst kl. 20:30. Siggi frá Hólum sér um matinn, heimamenn um skemmtiatriði og hljómsveitin Dísel leikur fyrir dansi. Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi miðvikudaginn 25. janúar til Hugrúnar á Kjarlaksvöllum (434 1521 / 845 3955), Erluí Innri-Fagradal (434 1537 / 663 …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

82. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 17. janúar 2012 og hefst kl. 17:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá 1. Skýrsla sveitarstjóra Fundargerðir til staðfestingar 2. Fundargerð 100. fundar byggðarráðs frá 13.1.2012. 3. Fundargerð 44. fundar fræðslunefndar frá 5.1.2012. Fundargerðir til kynningar 4. Fundargerð 81. fundar sveitarstjórnar frá 20.12.2011. Mál til umfjöllunar / afgreiðslu 5. Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd – …

Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla stendur fyrir félagsvist í Árbliki föstudaginn 13. janúar kl. 20:30. Aðgangseyrir er 800 kr, kaffi og meðlæti innifalið. Frítt fyrir 14 ára og yngri. Allir velkomnir.

Þorrablót Laxdæla

DalabyggðFréttir

Þorrablót Laxdæla 2012 verður haldið í Dalabúð laugardaginn 21. janúar. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20. Freyja Ólafsdóttir sér um matinn, þorrablótsnefnd um skemmtiatriðin og Síðasti séns um dansleikinn. Almennt miðaverð er 6.000 kr, en fyrir ellilífeyrisþega 4.500 kr. Miðaverð á dansleikinn eftir borðhald og skemmtiatriði er 2.500 kr. Miðapantanir þurfa að berast eftirtöldum í síðasta lagi …

Skrifstofa Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð frá kl. 12 miðvikudaginn 11. janúar og fimmtudaginn 12. janúar vegna námsskeiðs.