Hugarflug um handverk

DalabyggðFréttir

Handverkshópurinn Bolli í Dalabyggð stendur fyrir ráðstefnu um handverk í Leifsbúð Búðardal laugardaginn 13. apríl frá kl. 11:30 – 18:00.
Gestir ráðstefnunnar eru Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar, Jóhanna Pálmadóttir framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands Blönduósi, Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi Vesturlands, Ása Ólafsdóttir vefnaðarlistakona í Lækjarkoti, Ríta Freyja Bach handverkskona í Grenigerði, Sigríður Erla Guðmundsdóttir leirlistakona í Stykkishólmi, Lára Gunnarsdóttir listakona í Stykkishólmi ásamt fleiri góðum gestum.
Fundarstjóri verður Halla Steinólfsdóttir í Fagradal.
Í tengslum við ráðstefnuna býður Sunneva Hafsteinsdóttir upp á ráðgjöf um ýmislegt er við kemur handverki. Áhugasamir koma þá með sýnishorn af vörunum sínum og hitta Sunnevu sér að kostnaðarlausu á föstudeginum 12. apríl í Leifsbúð. Hægt er að fá einstaklingsráðgjöf í 40 mínútur eða í 80 mínútur ef tveir vilja koma saman. Þetta er einstakt tækifæri fyrir áhugasamt handverksfólk að fá hluti sína skoðaða af fagmanni þar sem fullur trúnaður ríkir.
Handverksfólk getur fengið aðstoð við að verðleggja handverkið sitt, upplýsingar um markaðsmál, fræðslu um hvernig draga megi fram sérkenni/einkenni hvers handverksmanns, aðstoð og tilsögn við vöruþróun, leiðbeiningar um frágang og uppröðun og margt fleira.
Gaman væri ef þátttakendur kæmu með einn til þrjá hluti eftir sjálfan sig sem færu síðan á sameiginlega sýningu ráðstefnunnar þar sem gestir og þátttakendur sýna list- og handverk sín.
Ráðstefnan er öllum opin (líka fólki sem ekki er í Bolla) og ekkert kostar inn en þátttakendur geta keypt sér súpu og brauð í hádeginu á 1.000 kr og kaffi og meðlæti seinni partinn á 1.000 kr.
Nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku á ráðstefnuna. Skráning er í síma 861-9848 eða linda@audarskoli.is
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei